/

Deildu:

Auglýsing

Tæplega 160 keppendur tóku þátt á Nettómótinu sem fram fór á Leirdalsvelli dagana 9.-11. júní. Mótið telur til stiga á unglingamótaröð GSÍ og var Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar framkvæmdaraðili mótsins. Þetta er í þriðja sinn sem GKG heldur mót á þessari mótaröð í samstarfi við Nettó. Mótið gekk einstaklega vel enda veðrið frábært alla keppnisdaga. 

Heildarúrslit mótsins og skor má sjá hér

Tveir elstu keppnishóparnir hófu leik á fimmtudag og léku 54 holur. Sérstök keppni um Nettóbikarinn var leikin í elstu flokkunum, og sigruðu Logi Sigurðsson og Sara Kristinsdóttir en þau voru á lægsta skori stúlku og pilts í 54 holu höggleiknum.

Aðrir keppnishópar léku 36 holur á tveimur keppnisdögum, föstudag og laugardag. Einnig var Nettó Áskorendamótið leikið á föstudag, fréttir og úrslit er að finna hér.

Lokahóf var haldið fyrir keppendur þar sem boðið var upp á veitingar, veitt nándarverðlaun og dregið úr skorkortum. 

Marinó Már myndasmiður tók myndir sem hægt er að sjá hér.

Keppt var í fjórum aldursflokkum pilta og þremur hjá stúlkum og voru úrslitin eftirfarandi:

14 ára og yngri stúlkur

Frá vinstri Úlfar Vala Eva Fanney Pamela Ósk Ninna Stefanía

1. sæti: Eva Fanney Matthíasdóttir, GKG (1. sæti eftir bráðabana). 
2.-4. sæti Vala María Sturludóttir, GL.
2.-4. sæti Pamela Ósk Hjaltadóttir, GM.
2.-4. sæti Ninna Þórey Björnsdóttir, GR.

14 ára og yngri strákar

Frá vinstri Arnar Daði Snorri Gunnar Þór

1. sæti: Arnar Daði Svavarsson, GKG.
2. sæti: Snorri Hjaltason, GKG.
3. sæti: Gunnar Þór Heimisson, GKG.

15-16 ára stúlkur

Frá vinstri Heiða Rakel Perla Sól Fjóla Margrét Guðmundur Ágúst

1. sæti Perla Sól Sigurbrandsdóttir GR
2. sæti Heiða Rakel Rafnsdóttir GM
3. sæti Fjóla Margrét Viðarsdóttir GS

15-16 ára drengir

Frá vinstri Veigar Markús Guðjón Frans

1. sæti: Markús Marelsson, GK.
2. sæti: Guðjón Frans Halldórsson, GKG.
3. sæti: Veigar Heiðarsson, GA.

17-18 ára stúlkur

Frá vinstri Katrín Sól Sara Berglind Erla

1. sæti: Sara Kristinsdóttir, GM.
2. sæti: Berglind Erla Baldursdóttir, GM.
3. sæti: Katrín Sól Davíðsdóttir, GM.

17-18 ára drengir

Frá vinstri Gunnlaugur Árni Jóhann Frank Heiðar Snær

1. sæti: Jóhann Frank Halldórsson, GR.
2. sæti: Gunnlaugur Árni Sveinsson, GKG.
3. sæti: Heiðar Snær Bjarnason, GOS.

19-21 árs drengir

Frá vinstri Tómas Logi Breki


1. sæti: Logi Sigurðsson, GS.
2. sæti: Tómas Eiríksson Hjaltested, GR.
3. sæti: Breki Gunnarsson Arndal, GKG.

Veitt voru nándarverðlaun og voru eftirfarandi næstu holu:

9. braut stúlkur: Katrín Embla Hlynsdóttir GOS 2,44 m

9. braut piltar: Sebastian Blær Ómarsson GR 2,38 m

11. braut stúlkur: Tinna Alexía Harðardóttir GK 4,34 m

11. braut piltar: Tristan Traustason GL 1,35 m

17. braut stúlkur: Ninna Þórey Björnsdóttir GR 2,29 m

17. braut piltar: Arnór Daði Rafnsson GM 28 cm

Við óskum verðlaunahöfum til hamingju með árangurinn og þökkum keppendum öllum fyrir þátttökuna.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ