Tæplega 160 keppendur tóku þátt á Nettómótinu sem fram fór á Leirdalsvelli dagana 9.-11. júní. Mótið telur til stiga á unglingamótaröð GSÍ og var Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar framkvæmdaraðili mótsins. Þetta er í þriðja sinn sem GKG heldur mót á þessari mótaröð í samstarfi við Nettó. Mótið gekk einstaklega vel enda veðrið frábært alla keppnisdaga.
Heildarúrslit mótsins og skor má sjá hér
Tveir elstu keppnishóparnir hófu leik á fimmtudag og léku 54 holur. Sérstök keppni um Nettóbikarinn var leikin í elstu flokkunum, og sigruðu Logi Sigurðsson og Sara Kristinsdóttir en þau voru á lægsta skori stúlku og pilts í 54 holu höggleiknum.
Aðrir keppnishópar léku 36 holur á tveimur keppnisdögum, föstudag og laugardag. Einnig var Nettó Áskorendamótið leikið á föstudag, fréttir og úrslit er að finna hér.
Lokahóf var haldið fyrir keppendur þar sem boðið var upp á veitingar, veitt nándarverðlaun og dregið úr skorkortum.
Marinó Már myndasmiður tók myndir sem hægt er að sjá hér.
Keppt var í fjórum aldursflokkum pilta og þremur hjá stúlkum og voru úrslitin eftirfarandi:

14 ára og yngri stúlkur

1. sæti: Eva Fanney Matthíasdóttir, GKG (1. sæti eftir bráðabana).
2.-4. sæti Vala María Sturludóttir, GL.
2.-4. sæti Pamela Ósk Hjaltadóttir, GM.
2.-4. sæti Ninna Þórey Björnsdóttir, GR.
14 ára og yngri strákar

1. sæti: Arnar Daði Svavarsson, GKG.
2. sæti: Snorri Hjaltason, GKG.
3. sæti: Gunnar Þór Heimisson, GKG.
15-16 ára stúlkur

1. sæti Perla Sól Sigurbrandsdóttir GR
2. sæti Heiða Rakel Rafnsdóttir GM
3. sæti Fjóla Margrét Viðarsdóttir GS
15-16 ára drengir

1. sæti: Markús Marelsson, GK.
2. sæti: Guðjón Frans Halldórsson, GKG.
3. sæti: Veigar Heiðarsson, GA.
17-18 ára stúlkur

1. sæti: Sara Kristinsdóttir, GM.
2. sæti: Berglind Erla Baldursdóttir, GM.
3. sæti: Katrín Sól Davíðsdóttir, GM.
17-18 ára drengir

1. sæti: Jóhann Frank Halldórsson, GR.
2. sæti: Gunnlaugur Árni Sveinsson, GKG.
3. sæti: Heiðar Snær Bjarnason, GOS.
19-21 árs drengir

1. sæti: Logi Sigurðsson, GS.
2. sæti: Tómas Eiríksson Hjaltested, GR.
3. sæti: Breki Gunnarsson Arndal, GKG.
Veitt voru nándarverðlaun og voru eftirfarandi næstu holu:
9. braut stúlkur: Katrín Embla Hlynsdóttir GOS 2,44 m
9. braut piltar: Sebastian Blær Ómarsson GR 2,38 m
11. braut stúlkur: Tinna Alexía Harðardóttir GK 4,34 m
11. braut piltar: Tristan Traustason GL 1,35 m
17. braut stúlkur: Ninna Þórey Björnsdóttir GR 2,29 m
17. braut piltar: Arnór Daði Rafnsson GM 28 cm
Við óskum verðlaunahöfum til hamingju með árangurinn og þökkum keppendum öllum fyrir þátttökuna.