GSÍ fjölskyldan
Auglýsing

Seinni undankeppni Landsmótsins í golfhermum lauk síðastliðna helgi og nú er komið í ljós hvaða keppendur fara í úrslitakeppnina og berjast um Landsmeistaratitilinn. Úrslitin fara fram í Íþróttamiðstöð GKG föstudaginn 25. apríl, og verður mótið sýnt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og Facebook síðu GSÍ frá kl. 19:30.

Metþátttaka var í mótinu í ár en alls hófu 230 karlar og 38 konur keppni. Er þetta í samræmi við þær auknu vinsældir sem golfhermar hafa skapað sér á undanförnum árum, enda frábær leið til að iðka og æfa golf yfir vetrartímann.

Í seinni undankeppninni léku þeir kylfingar sem voru með besta árangurinn í fyrri undankeppninni, alls 22 í kvennaflokki og 53 í karlaflokki. Leikið var á hinum sögufræga Le Golf National velli í París, sem einnig verður spilaður í úrslitum mótsins. Karlar leika völlinn af svörtum teigum, 6650 metrar og konur af bláum teigum, 5246 metrar.

Hart var barist um sæti í úrslitunum, en efstu 8 kylfingarnir úr hvorum flokknum komust áfram.

Besta skorið í kvennaflokki átti Ragnhildur Kristinsdóttir en hún lék á 66 höggum, eða 6 undir pari. Á eftir Ragnhildi var Guðrún Brá Björgvinsdóttir sem lék völlinn á 68 höggum. Önnur úrslit og þeir kylfingar sem leika til úrslita eru:

SætiNafnKlúbburSkor
1.Ragga KristinsdóttirGR66
2.Guðrún Brá BjörgvinsdóttirGK68
3.Karen Lind StefánsGKG70
4.Katrín Embla HlynsdóttirGOS71
5.Eva KristinsGM71
6.Embla HallsGKG73
7.Una KarenGKG75
8.Sigurást JúlíaGK75

Í karlaflokki var það Akureyringurinn Veigar Heiðarsson sem lék best, en hann skilaði inn hring upp á 64 högg. Fimm kylfingar voru jafnir á 4 undir pari, en einungis 2 þeirra komust áfram í úrslitin. Ef leikmenn eru á sama skori og sá sem er með lakastan árangur þeirra sem halda áfram gilda seinni 9, síðan seinustu 6, loks seinustu 3 og svo 1. Ef enn er jafnt skal varpa hlutkesti.

SætiNafnKlúbburSkor
1.Veigar HeiðarssonGA64
2.Ólafur Marel ÁrnasonNK65
3.ValsarinnGA66
4.Arnór TjörviGR66
5.Skúli ÁgústssonGK66
6.Aron Skúli IngasonGM66
7.Andri MarGM67
8.Aron Snær JúlíussonGKG67


Skor úr undankeppnum gilda ekki í úrslitum, þannig allir hefja leik á jöfnum grundvelli. Þar verða leiknar 36 holur, og sigurvegararnir krýndir Landsmeistarar í golfhermum. Veitt verða verðlaun fyrir efstu þrjú sætin í hvorum flokki auk þess sem sigurvegarar fá farandbikar

  1. sæti: 130.000 kr.
  2. sæti: 50.000 kr.
  3. sæti: 30.000 kr.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ