/

Deildu:

Auglýsing

Íslensku keppendurnir þrír sem eru að leika á öðru stigi úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina í golfi hafa lokið leik í dag á öðrum keppnisdegi mótsins. Keppt er á Compo de Golf El Saler vellinum á Spáni rétt við Valencia.

Birgir Leifur Hafþórsson lék á 70 höggum eða -2 í dag og er samtals á -1 og er Íslandsmeistarinn í höggleik í sjöunda sæti þessa stundina. Ólafur Björn Loftsson úr Nesklúbbnum lék á 71 höggi eða -1 en hann er samatls á +2 eftir að hafa leikið á (75-71). Ólafur er í 28. sæti þessa stundina en gera má ráð fyrir að rétt tæplega 20 efstu kylfingarnir komist áfram á lokaúrtökumótið af þessum velli.Þórður Rafn Gissurarson úr GR lék á 77 höggum í dag eða +5 en hann er samtals á +16 (83-77) og er hann í 73. sæti þessa stundina.

Staðan á mótinu: 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ