Golfsamband Íslands leitar að öflugum aðila í stöðu útgáfustjóra sambandsins. Um er að ræða fullt starf og er miðað við að það sé veitt frá og með 1. mars, eða eftir samkomulagi.
Helstu verkefni:
- Ritstjórn og vinnsla á tímaritinu Golf á Íslandi
- Umsjón með heimasíðu sambandsins
- Uppsetning og skipulag fræðsluefnis fyrir GSÍ
- Önnur útbreiðslustörf á vegum GSÍ
Hæfniskröfur:
- Menntun sem nýtist í starfi
- Haldbær reynsla af svipuðum störfum
- Mjög góð íslensku- og enskukunnátta í rituðu og töluðu máli
- Mikil þekking á golfíþróttinni
- Frumkvæði, skipulags- og samskiptahæfni
Nánari upplýsingar um starfið veitir framkvæmdastjóri GSÍ, Hörður Þorsteinsson, sem jafnframt tekur við umsóknum í netfangið, hordur@golf.is. Tekið verður á móti umsóknum til 10. febrúar n.k.