/

Deildu:

Úthlíðarvöllur
Auglýsing

Fyrir kylfinga sem ekki þekkja til þá langar okkur að kynna golfperlu í Biskupstungum nánar tiltekið í landi Úthlíðar. En þar er staðsettur golfvöllur sem heitir Úthlíðarvöllur og er 9 holu frábær golfvöllur sem er opinn öllum allt sumarið og fyrir klúbbfélaga utan þess tíma.

Mikið og skemmtilegt félagsstarf fer fram þar á sumrin. Þess má geta að Golfklúbburinn í Úthlíð fagnaði 30 ára afmæli á síðast ári. Völlurinn sem er par 35, 2470 metrar af gulum teigum og 2118 af rauðum, er skemmtilegur og auðveldur yfirferðar og tilvalin fyrir aðila sem eru að stíga sín fyrstu skref í golfíþróttinni.

Fyrir þá sem vilja gerast félagar þá vill svo til að við getum bætt við okkur góðum félögum og eru félagsgjöldin stillt í hófi. Einstaklingsgjald er kr. 53.000.- Hjónagjald er kr. 89.000.-

Bjóðum við alla aðila sem að ekki hafa komið og spilað völlinn okkar velkomna í allt sumar.

Sjón er sögu ríkari

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ