Eins og áður hefur komið fram verða 9 mót á Öldungamótaröðinni í sumar og 6 bestu telja. Hér fylgir með hvernig stig eru gefin fyrir hvert sæti upp að tuttugasta sæti en 30 þátttakendur fá stig í mótunum.
Aldursmörk á mótum LEK miðast við að þátttakendur hafi náð tilskyldum aldri þegar Evrópumót viðkomandi flokks fer fram á árinu 2018. Þannig getur einhver sem verður t.d. 55 ára fyrrihluta árs 2018 keppt til landsliðssætis í sumar í landslið sem keppir árið 2018.
Konur mega velja hvort þeir leika af bláum eða rauðum teigum en aðeins þær sem leika af bláum teigum, eða sambærilegum, geta unnið stig til landsliðs.
Karlar 50+ og 55+ leika af gulum teigum, eða sambærilegum.
Karlar 69+ mega velja hvort þeir leika af gulum eða rauðum teigum en aðeins þeir sem leika af gulum teigum, eða sambærilegum, geta unnið stig til landsliðs.
Fyrsta mótið í öldungamótaröðinni, LANDSBANKAMÓTIÐ verður á Húsatóftavelli 25. maí. Skráning hefst um miðjan maí og má búast við mikilli þátttöku.
Stigalistar GSÍ/LEK vegna mótaraða | ||||
Stigamót | Íslandsmót í höggleik | |||
Sæti | Stig | Sæti | Stig | |
1 | 1500,0 | 1 | 2.000 | |
2 | 1200,0 | 2 | 1.600 | |
3 | 1065,0 | 3 | 1.420 | |
4 | 952,5 | 4 | 1.270 | |
5 | 862,5 | 5 | 1.150 | |
6 | 787,5 | 6 | 1.050 | |
7 | 712,5 | 7 | 950 | |
8 | 637,5 | 8 | 850 | |
9 | 562,5 | 9 | 750 | |
10 | 532,5 | 10 | 710 | |
11 | 502,5 | 11 | 670 | |
12 | 465,0 | 12 | 620 | |
13 | 427,5 | 13 | 570 | |
14 | 390,0 | 14 | 520 | |
15 | 360,0 | 15 | 480 | |
16 | 330,0 | 16 | 440 | |
17 | 300,0 | 17 | 400 | |
18 | 270,0 | 18 | 360 | |
19 | 240,0 | 19 | 320 | |
20 | 210,0 | 20 | 280 |