Valdís hefur farið upp um 114 sæti á heimslistanum á þessu ári

Valdís Þóra Jónsdóttir. Mynd/Tristan Jones

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR er í 173. sæti á heimslistanum og Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni er í 299. sæti á sama lista sem er uppfærður vikulega. Ólafía fer niður um 2 sæti en Valdís Þóra fór upp um 12. sæti.

Á þessu ári hefur Valdís Þóra farið upp um 114 sæti eða úr 413 í sæti í nr. 299. Í byrjun árs 2017 var Valdís Þóra í sæti nr. 752 og hefur hún farið upp um 453 sæti.

Frá byrjun árs 2017 hefur Ólafía Þórunn farið úr sæti nr. 611 eða upp um 438 sæti. Ólafía Þórunn hefur náð 170. sætinu á heimslistanum sem er besti árangur sem íslenskur kylfingur hefur náð.

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir/ Gabe Roux
(Visited 130 times, 1 visits today)