Golfsamband Íslands

Valdís Þóra er úr leik á LET Evrópumótinu í Taílandi

Valdís Þóra Jónsdóttir. Mynd/LET

Valdís Þóra Jónsdóttir er úr leik á Ladies European Thailand Championship á LET Evrópumótaröðinni. Mótaröðin er sú sterkasta í Evrópu og er keppt á Phoenix Gold Golf & Country Club í Pattaya.

Hér er hægt að fylgjast með gangi mála í Taílandi.

Valdís lék fyrsta hringinn á 78 höggum eða +6. Í nótt lék hún á 77 höggum eða +5 og er því samtals á +11. Niðurskurðarlínan var við +7 þegar þetta var skrifað.

Keppnin hófst á fimmtudaginn en sjö tíma munur er á staðartíma í Taílandi og Íslandi.

Þetta er í fyrsta sinn í 12 ár sem keppt er í Taílandi á LET Evrópumótaröðinni. Nokkur óvissa var um hvar þetta mót ætti að fara fram í keppnisdagskrá LET. Nokkur mót hafa verið felld niður og kemur þetta mót í Taílandi til með að þétta aðeins keppnisdagskrá Valdísar.

Alls eru 126 keppendur skráðir til leiks, þar af 70 keppendur af LET mótaröðinni, 40 koma frá LPGA mótaröðinni í Taílandi og 16 leikmönnum var boðið sérstaklega á þetta mót.  

Verðlaunaféð er samtals 37 milljónir kr.  Valdís Þóra er í 71. sæti stigalistans á LET Evrópumótaröðinni þessa stundina. Alls hefur hún leikið á þremur mótum nú þegar en mótið í Taílandi er fimmta mót ársins á LET Evrópumótaröðinni á tímabilinu. Valdís hefur endað í 51., 50. og 53. sæti á fyrstu þremur mótunum á LET Evrópumótaröðinni og komist í gegnum niðurskurðinn á þeim öllum.

Ef rýnt er í tölfræðina hjá Valdísi þá er hún í 33 sæti hvað högglengd varðar á LET Evrópumótaröðinni og í 35. sæti hvað fuglafjölda varðar á mótunum hingað til. Hún er ekki ofarlega þegar kemur að púttunum og nákvæmni hennar í upphafshöggunum skilar henni í 125. sæti á þeim lista.

 

2017 Staða á lista 2017
Högg að meðaltali 72,82 64. sæti
Meðalhögglengd / dræv 251 stikur / 230 metrar 33. sæti
Hittar brautir / e. dræv 56,67 % 125. sæti
Hittar flatir í tilætluðum höggafjölda. 71,72 % 47. sæti
Pútt á 18 holum / meðaltal 31,55 120. sæti
Glompuhögg + einpútt 42,86 % 66. sæti
Ernir 1 19. sæti
Fuglar 32 35. sæti

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Exit mobile version