Valdís Þóra Jónsdóttir á Sanya meistaramótinu 2017.
Auglýsing

Valdís Þóra Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Leyni frá Akranesi náði besta árangri sem íslenskur kylfingur hefur náð á sterkustu mótaröð Evrópu hjá atvinnukonum í golfi. Valdís Þóra endaði í þriðja sæti á Sanya mótinu á LET Evrópumótaröðinni. Mótið fór fram í Kína og er næst síðasta mótið hjá Valdísi á keppnistímabilinu.

Valdís lék frábært golf á fyrstu tveimur hringjunum en hún lék lokahringinn á pari og endaði í þriðja sæti á -7 samtals (68-69-72). Valdís var einu höggi á eftir Celine Boutier frá Frakklandi fyrir lokahringinn. Boutier sigraði á -12 samtals og Solar Lee frá Suður-Kóreu varð önnur á -8.

Með árangri sínum náði Valdís Þóra að tryggja sér keppnisrétt á LET Evrópumótaröðinni á næsta tímabili. Hún er í 50. sæti á stigalistanum en 80 efstu í lok keppnistímabilsins halda keppnisrétti sínum á sterkustu mótaröð Evrópu.

Staðan er hér:

Hér má sjá viðtal við Valdísi sem tekið var eftir hringinn á öðrum keppnisdegi mótsins:

 

Valdís Þóra er í 113. sæti á stigalista LET Evrópumótaraðarinnar. Hún þarf að vera í hópi 80 efstu í lok tímabilsins til þess að tryggja keppnisréttinn á næsta tímabili. Mótið í Kína er 8. mótið á tímabilinu hjá Valdísi á sterkustu atvinnumótaröð Evrópu.

Besti árangur hennar er 22. sæti og hún varð í fimmta sæti á úrtökumóti fyrir Opna bandaríska meistaramótið – þar sem hún komst inn fyrst allra íslenskra kylfinga.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ