Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni og Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG hefja bæði leik í dag á næst sterkustu atvinnumótaröðum Evrópu. Valdís leikur á Drøbak Ladies Open sem fram fer í samnefndri borg í Noregi en mótið er hluti af LET Access mótaröðinni.
Valdís hefur leik kl. 11.40 að íslenskum tíma og er hægt að fylgjast með gangi mála með því að smella hér:
Birgir Leifur Hafþórsson hefur leik á Áskorendamótaröðinni eða Challenge Tour og er leikið að þessu sinni í Finnlandi. Birgir náði frábærum árangri í síðustu viku á móti sem fram fór í Svíþjóð en þar endaði hann í sjötta sæti á -10 samtals. Hægt er að fylgjast með gangi mála hjá Íslandsmeistaranum 2016 með því að smella hér.