Golfsamband Íslands

Guðrún og Valdís báðar úr leik á úrtökumótinu fyrir LPGA

Hlynur Geir Hjartarson og Valdís Þóra Jónsdóttir. Mynd/seth@golf.is

Valdís Þóra Jónsdóttir, Íslandsmeistari í golfi 2017 úr Leyni, og Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr GK eru báðar úr leik á 1. stigi úrtökumótsins fyrir LPGA mótaröðina í Bandaríkjunum.

Alls tóku 350 kylfingar þátt á þremur keppnisvöllum. Guðrún Brá lék á 223 höggum eða +7 samtals (76-76-71). Hún endaði í 179.-193. sæti.

Valdís Þóra lék hringina þrjá á 225 höggum eða +9 (74-73-78) og endaði í 214.-228. sæti.

Alls eru leiknir fjórir hringir, samtals 72 holur, á fjórum keppnisdögum. Aðeins 125 efstu komast inn á lokahringinn þar sem keppt er um 90 efstu sætin sem tryggja keppnisrétt á 2. stigi úrtökumótsins og eru þá einu skrefi nær því að komast inn á sjálft lokaúrtökumótið.

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er með keppnisrétt á LPGA mótaröðinni en hún náði í fyrra að komast í gegnum öll þrjú stig úrtökumótsins.

Staðan:

Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK

 

Exit mobile version