/

Deildu:

Auglýsing

Ólympíuleikarnir í Tókýó í Japan verða settir þann 24. júlí árið 2020 eða eftir 500 daga.

Atvinnukylfingar í kvenna – og karlaflokki hafa því enn góðan tíma til að ná sem bestri stöðu á heimslistanum til þess að eiga möguleika á að komast inn á ÓL.

Eins og staðan var 11. mars 2019, eru bæði Ólafía Þórunn Kristinsdóttir (GR) og Valdís Þóra Jónsdóttir (Leynir) inni á keppendalistanum í kvennaflokki.

Það verður því spennandi að fylgjast með þróun mála á þessum lista allt fram til í fyrstu vikuna í júlí 2020 – en þá verður endanlegur keppendalisti gefinn út.

Ólafía er í sæti nr. 53 á ÓL listanum og Valdís Þóra er í sæti nr. 58. á þessum lista.

Um miðjan nóvember á síðasta ári var Ólafía í sæti nr. 44 á þessum lista og Valdís Þóra í sæti nr. 53.

Alls komast 60 kylfingar inn á Ólympíuleikana hjá báðum kynjum eða 120 keppendur samtals.

Viðamikið kvótakerfi er í gangi varðandi þátttökurétt keppenda og er það gert til þess að sem flestar þjóðir eigi möguleika á að koma keppendum inn á ÓL.

Fimmtán efstu á heimslista karla og kvenna komast sjálfkrafa inn á ÓL 2020 en aðeins fjórir geta verið frá sama landi á þeim lista.

Kvóti er á fjölda keppenda frá hverri þjóð og geta aðeins tveir að hámarki verið frá sama landi í sætum 16-59 á styrkleikalistanum.

Staðan á ÓL keppendalistanum þann 11. mars 2019:

1. Sung Hyun Park – Suður-Kórea
2. Ariya Jutanugarn, Taíland
3. Minjee Lee, Ástralía
4. So Yeon Ryu, Suður-Kórea
5. Inbee Park, Suður-Kórea
6. Nasa Hataoka., Japan
7. Lexi Thompson, Bandaríkin
8. Nelly Korda, Bandaríkin
9. Jin-Young Ko, Suður-Kórea
10. Brooke M. Henderson, Kanada
11. Carlota Ciganda, Spánn
12. Georgia Hall, Bretland
13. Jessica Korda, Bandaríkin
14. Lydia Ko, Nýja-Sjáland
15. Shanshan Feng, Kína
16. Moriya Jutanugarn, Taíland
17. Charley Hull, Bretland
18. Ai Suzuki, Japan
19. Anna Nordqvist, Svíþjóð
20. Azahara Munoz, Spánn
21. Caroline Masson, Þýskaland
22. Pernilla Lindberg, Svíþjóð
23. Wei-Ling Hsu, Taívan
24. Teresa Lu, Taívan
25. Anne Van Dam, Holland
26. Su-Hyun Oh, Ástralía
27. Yu Liu, Kína
28. Gaby Lopez, Mexíkó
29. Sandra Gal, Þýskaland
30. Celine Boutier, Frakkland
31. Aditi Ashok, Indland
32. Ashleigh Buhai, Suður-Afríka
33. Maria Torres, Púertó-Ríkó
34. Marianne Skarpnord, Noregur
35. Alena Sharp, Kanada
36. Nicole Broch Larsen, Danmörk
37. Mariajo Uribe, Kolumbía
38. Lee-Anne Pace, Suður-Afríka
39. Karine Icher, Frakkland
40. Suzann Pettersen, Noregur
41. Nanna Koerstz Madsen, Danmörk
42. Dottie Ardina, Filippseyjar
43. Ursula Wikström, Finnland
44. Yuka Saso, Filippseyjar
45. Christine Wolf, Austurríki
46. Daniela Darque, Ekvador
47. Klara Spilkova, Tékkland
48. Laetitia Beck, Ísrael
49. Leona Maguire, Írland
50. Munchin Keh, Nýja-Sjáland
51. Stephanie Meadow, Írland
52. Tiffany Chan, Hong-Kong
53. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Ísland 
54. Katja Pogacar, Slóvenía
55. Julieta Granada, Paragvæ
56. Giulia Molinaro, Ítalía
57. Manon De Roey, Belgía
58. Valdís Þóra Jónsdóttir, Ísland
59. Noora Komulainen, Finnland
60. Sarah Schober, Austurríki

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ