Valdís Þóra og Ólafía Þórunn.
Auglýsing

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR og Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni hefja leik á þriðjudagsmorgun á úrtökumóti fyrir Evian meistaramótið. Leikið er á Evian vellinum Frakklandi þar sem risamótið fer fram í september á þessu ári. Um 70 keppendur taka þátt og eru tvö sæti í boði á risamótinu. Úrtökumótið stendur yfir í tvo dag a og er til mikils að vinna fyrir íslensku atvinnukylfingana.

Valdís skrifaði færslu á fésbókarsíðu sína þar sem hún segir m.a. frá því að mikið hafi rignt undanfarna daga á keppnisvellinum. Hún fer kl. 8.41 af stað og Ólafía er í næsta ráshóp á eftir.

Hægt er að fylgjast með gangi mála með því að smella hér.

Ólafía birti þetta myndband á fésbókarsíðu sinni þar sem hún slær á teig á Evian vellinum og fallhæðin er um 32 metrar.

 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ