Valdís Þóra virðir fyrir sér útsýnið yfir Höfðaborg í Suður-Afríku. Mynd/Tristan Jones
Auglýsing

Valdís Þóra Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Leyni á Akranesi er í 9. sæti peningalistans á LET Evrópumótaröðinni. Á þessu tímabili hefur hún unnið sér inn rétt tæplega 2,2 milljónir kr. á samtals fimm mótum.

Á stigalista LET á þessu tímabili er Valdís Þóra í 12. sæti. Sá listi er notaður sem viðmið þegar mótaröðin er gerð upp í lok tímabilsins varðandi keppnisrétt kylfinga á næsta tímabili.

Gerðar voru breytingar á stigalista LET fyrir þetta tímabil. Það var gert vegna þess að kylfingar gátu fagnað stigameistaratitlinum með því að ná frábærum árangri á risamótunum.

Á þessu tímabili þurfa keppendur að leika að lágmarki á 6 mótum á LET til þess að geta unnið stigameistaratitilinn. Stigalistinn er notaður sem vimið varðandi keppnisrétt á næsta ári og 80 efstu sætin á listanum tryggja keppnisrétt á LET Evrópumótaröðinni. Valdís Þóra er í 12. sæti á þessum lista og er því í góðri stöðu þessa stundina.

Næsta mót á LET Evrópumótaröðinni hefst 19. apríl, en það hetir Lalla Meryem Cup Royal og fer fram á Golf Dar Es Salam (Blue Course) í Marokkó. Valdís Þóra keppir á einu móti á LET Access mótaröðinni sem er næst sterkasta atvinnumótaröð Evrópu áður en hún heldur til Marokkó. Það mót fer fram á Terre Blanche vellinum í Frakklandi og fer það fram 6.-8. apríl.

Valdís hefur leikið á fimm mótum á sterkustu atvinnumótaröð Evrópu á þessu ári. Besti árangur hennar er 3. sæti en hún hefur tvívegis náð þriðja sætinu á LET Evrópumótaröðinni. Það er besti árangur sem íslenskur kylfingur hefur náð á atvinnumótaröð í efsta styrkleikaflokki.

Árangur Valdísar Þóru á þessu tímabili:
(MC=komst ekki í gegnum niðurskurðinn).

53. sæti: Oates Vic Open – 13th Beach Golf Club, 01/02.
(75-72-79) (+7) 226 högg.

60. sæti (MC): ActewAGL Canberra Classic – Royal Canberra Golf Club, 09/02.
(75-71) (+2) 146 högg.

3. sæti: Ladies Classic Bonville – Bonville Golf Resort, 22/02.
(69-70-72-70) (-7) 281 högg.

67. sæti: (MC): Women’s NSW Open Coffs Harbour Golf Club, 01/03.
(76-71) (+5) 147 högg.

21. sæti: Investec SA Women’s Open Westlake Golf Club, 08/03.
(74-69-76) (+3) 219 högg.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ