/

Deildu:

Valdís Þóra Jónsdóttir.
Auglýsing

Valdís Þóra Jónsdóttir lék á 76 höggum eða +3 á fyrsta hringnum á úrtökumótinu fyrir LET Evrópumótaröðina í golfi sem fram fer á Royal Golf Dar Es Salam völlunum í Rabat í Marokkó. Um er að ræða fyrra stigið á úrtökumótinu og fer það fram í Marokkó.

Staðan:

Valdís Þóra, sem er úr Leyni Akranesi, fékk tvo fugla og fimm skolla á hringnum í dag. Valdís Þóra er að leika í annað sinn á ferlinum á úrtökumótinu en hún komst fyrir ári síðan inn á lokaúrtökumótið. Þar náði hún ekki að tryggja sér keppnisrétt á sjálfri Evrópumótaröðinni en hún fékk keppnisrétt á LET Access mótaröðinni sem er samskonar mótaröð og Áskorendamótaröðin er í karlaflokknum.

Lokaúrtökumótið fer síðan fram 17.-21. desember en þar hefur Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Íslandsmeistari úr GR, nú þegar tryggt sér keppnisrétt. Hún fór í gegnum fyrra stig úrtökumótsins í byrjun nóvembermánaðar.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ