Valdís Þóra Jónsdóttir á fyrsta kepnisdeginum í Dubai. Mynd/LET
Auglýsing

Valdís Þóra Jónsdóttir lék á -1 á öðrum keppnisdeginum á Omega Dubai mótinu á LET Evrópumótaröðinni. Valdís er því samtals á +2 eftir að hafa leikið fyrstu tvo hringina 75 og 71 höggi.

Valdís lék mun betur í morgun en á fyrsta keppnisdeginum. Hún fékk alls fjóra fugla og þrjá skolla. Eins og staðan er núna þá er Valdís Þóra einu höggi frá því að komast í gegnum niðurskurðinn.
Staðan:


1.dagur 

Valdís Þóra Jónsdóttir hóf leik í morgun í Dubai á lokamóti LET Evrópumótaraðarinnar. Alls eru 108 keppendur og margir þeirra eru í harðri baráttu um að tryggja sér keppnisrétt á næsta tímbili. Valdís Þóra lék á 75 höggum eða +3 og er hún í 82. sæti.

Hún hóf leik á 10. teig og fékk fugl á 1. holu dagsins en hún fékk síðan tvo skolla í röð á 5. og 6. braut (14., 15.) Hún tapaði tveimur höggum á 12. (3.) og vann eitt til baka á 16. með öðrum fugli dagsins. Íslandsmeistarinn 2017 tapaði síðan höggi á 17. og endaði á +3 eins og áður segir.

Staðan:

Valdís Þóra er örugg með sæti á mótaröðinni á næsta tímabili en hún er í 50. sæti á styrkleikalistanum en til þess að halda keppnisréttinum þurfa keppendur að vera á meðal 80 efstu í lok tímabilsins.

Þetta er 9. LET Evrópumótið á þessu tímabili hjá Valdísi. Besti árangur hennar var á síðasta móti í Kína þar sem hún endaði í þriðja sæti – en það er besti árangur hjá íslenskum kylfing á einni af stóru mótaröðunum í atvinnugolfinu.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ