Site icon Golfsamband Íslands

Valdís Þóra endaði í 49. sæti LET mótinu á Indlandi

Hlynur Geir Hjartarson og Valdís Þóra Jónsdóttir. Mynd/seth@golf.is

Valdís Þóra Jónsdóttir, Íslandsmeistari í golfi 2017, endaði í 49. sæti á Hero meistaramótinu sem fram fór á Indlandi á LET Evrópumótaröðinni. Íslandsmeistarinn 2017 lék hringina þrjá á +5 samtals (74-74-73). Valdís Þóra var í 117. sæti stigalistans fyrir mótið á Indlandi en hún er í 113. sæti núna.

Næsta mót hjá Valdísi er í Kína. Sanya Ladies Open fer fram 17.-19. nóvember á Yalong Bay vellinum á Hainan eyju í Kína.

Þetta er í 27. sinn sem mótið fer fram og í 11. sinn sem það heitir Hero Indian Open en leikið er á DLF golfvellinum í Gurgaon við Nýju Delhi á Indlandi. Völlurinn er hannaður af Gary Player frá Suður-Afríku.

Heildarverðlaunaféð á mótinu er um 45 milljónir kr. Mótið er sameiginlegt verkefni hjá LET Evrópumótaröðinni og indversku kvennamótaröðinni.

Valdís Þóra þarf að leika vel á næstu mótum til að komast í hóp 80 efstu á stigalista LET Evrópumótaraðarinnar – og halda þar með keppnisrétti sínum á mótaröðinni.

Hér má sjá stigalistann í heild sinni. 

Exit mobile version