18/12/2016 Ladies European Tour 2016: Lalla Aicha Tour School, Samanah Country Club, Marrakech, Morocco. 17-21 December. Valdis Thora Jonsdottir of Iceland during the second round. Credit: Tristan Jones
Auglýsing

Valdís Þóra Jónsdóttir endaði í 51.-53. sæti á fyrsta móti ársins á LET Evrópumótaröðinni í golfi. Valdís lék á einu höggi yfir pari á þriðja keppnisdeginum eða 74 höggum og samtals var hún á -1 (71-73-74).

Valdís komst örugglega í gegnum fyrri niðurskurðinn á þessu móti og var í sætum 35.-44. þegrar keppni var hálfnuð. Hún hefði þurft að  vera á meðal 35 efstu eftir þriðja hringinn til þess að komast inn á lokahringinn á sunnudaginn. Hún er hinsvegar örugg með að fá verðlaunafé og stig á LET Evrópumótaröðinni.

Valdís fékk tvo fugla og þrjá skolla á þriðja hringnum.

Screen Shot 2017-02-11 at 9.44.03 AM

Atvinnukylfingurinn úr Leyni á Akranesi fékk tvo fugla og tvo skolla á öðrum keppnisdeginum. Alls hefur hún fengið fimm fugla og þrjá skolla, og aðrar brautir hefur hún leikið á pari.

„Staðan er allt í lagi eftir 36 holur en ég setti ekki pútt ofaní á öðrum hringnum. Ég var í fínum færum, hitti 17 flatir í tilætluðum höggafjölda, og var með 35 pútt, sem er of mikið. Þau hljóta að fara að detta. Aðstæður voru svipaðar í dag og á fyrsta hringnum. Það bætti aðeins í vindinn eftir hádegi eins og það gerir hér á þessum slóðum. Creek völlurinn sem ég lék í dag er með fleiri vötn en Beach völlurinn. Vindáttin var með þeim hætti í dag að  það var erfiðara að ná inn á par 5 holurnar í tveimur höggum – það var auðveldara í gær,“ sagði Valdís Þóra Jónsdóttir við golf.is snemma í morgun að íslenskum tíma.

Sýnt verður beint frá tveimur síðustu keppnisdögunum á Oates Vic LET mótinu í Ástralíu. Útsending frá lokahringnum hefst á miðnætti á laugardaginn og lýkur útsendingu aðfaranótt sunnudagsinsins 12. febrúar.

Hér fyrir neðan má sjá samantekt frá 2. keppnisdegi mótsins.



Smelltu hér til að komast inn á beinu útsendinguna á heimasíðu Oates Vic.

Smelltu hér til að komast inn á facebook síðu Oates Vic sem sýnir frá mótinu:

 

Þetta er í fyrsta sinn sem Valdís Þóra leikur á LET Evrópumótaröðinni en hún er þriðja íslenska konan sem tryggir sér keppnisrétt á sterkustu mótaröð Evrópu.

Valdís Þóra var í 22. – 34. sæti eftir fyrsta hringinn en besta skorið á hin þaulreynda Laura Davies frá Englandi en hún lék á -8 eða 65 höggum. Valdís hefur leik á öðrum hringnum kl. 00:40 aðfaranótt föstudagsins eða 11:40 að staðartíma.

Rástímarnir eru hér: 

Heimasíða mótsins þar sem skor keppenda er uppfært: 

Fylgst er með gangi mála á Twittersíðu GSÍ hér fyrir neðan:



1. keppnisdagur:

Valdís er í fyrsta ráshópnum sem fer út kl. 7.00 að morgni að áströlskum tíma en staðartíminn er ellefu klukkustundum á undan þeim íslenska. Tamara Johns frá Ástralíu og Agathe Sauzon frá Frakklandi verða með Valdísi í ráshóp fyrstu tvo keppnisdagana.

Mótið er sérstakt og sögulegt á sama tíma þar sem að keppt er í karlaflokki á sama tíma og mótið er fram. PGA í Ástralíu er með atvinnumót fyrir karla samhliða mótinu á LET og er leikið á sömu völlunum.

Bæði kynin leika samtímis á báðum völlunum á þessu móti og það fer því karlaráshópur af stað kl. 20.10 á eftir ráshópnum hennar Valdísar. Og þannig gengur þetta fyrir sig á báðum völlunum.

Verðlaunaféð er það sama hjá körlunum og konunum, og er þetta í fyrsta sinn sem verðlaunféð er jafnmikið í karla – og kvennaflokki á atvinnumótaröð í golfi. Heildarverðlaunaféð er um 45 milljónir kr. á báðum mótaröðunum.

[quote_box_center]Verðlaunaféð er það sama hjá körlunum og konunum, og er þetta í fyrsta sinn sem verðlaunféð er jafnmikið í karla – og kvennaflokki á atvinnumótaröð í golfi. [/quote_box_center]

Oates Vic mótið fer fram á tveimur völlum, Beach og Creek, nærri Melbourne. Þar mæta til leiks margir af bestu kylfingum heims. Keppnin hefst á fimmtudaginn og verða leiknir fjórir hringir. Lokahringirnir verða sýndir á fésbókarsíðu mótsins og einnig á heimasíðu mótsins.

Alls eru tíu nýliðar sem taka þátt á Oates Vic mótinu. Madelene Sagström (Svíþjóð), Jenny Haglund (Svíþjóð), Maria Parra (Spánn), Luna Sobron (Spánn), Amandeep Drall (Indland) Vani Kapoor (Indland), Celina Yuan (Ástralía), Alexandra Bonetti (Frakkland) og hinni 16 ára gömlu Madelene Stavnar frá Noregi.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ