Photo by Arnaldur Halldórsson / 2019 Warner Bros. Entertainment Inc.
Auglýsing

Valdís Þóra Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Leyni á Akranesi náði sínum þriðja besta árangri á LET Evrópumótaröðinni á móti sem fram fór í Suður-Afríku.

Valdís Þóra var í baráttunni um sigurinn á lokahringnum en hún endaði í 7. sæti. Hún lék hringina þrjá á -2 (72-70-72) eða 214 höggum. Alice Hewson frá Englandi sigraði á -5 samtals (70-70-71).

Valdís Þóra hefur tvívegis náð þriðja sæti á LET Evrópumótaröðinni og einu sinni hefur hún endað í fimmta sæti.

Fyrir árangurinn fékk Valdís Þóra rúmlega 4.500 Evrur eða rétt rúmlega 700.000 kr. Hún er í 24. sæti á stigalista LET Evrópumótaraðarinnar að loknum þremur mótum.

Guðrún Brá Björgvinsdóttir (GK) lék einnig á þessu móti. Íslandsmeistarinn 2019 lék á 80-71 höggi og komst hún ekki í gegnum niðurskurðinn.

Keppt er í Suður-Afríku að þessu sinni en mótaröðin hóf keppnistímabilið í Ástralíu.

Guðrún Brá hefur leikið á þremur mótum á þessari mótaröð á þessu tímabili sem er sú næst sterkasta í Evrópu. Besti árangur hennar er 65. sæti.

Valdís Þóra hefur einnig leikið á þremur mótum á LET Evrópumótaröðinni á þessu ári. Hún endaði í 21. sæti á öðru mótinu sem fram fór í Ástralíu eins og áður segir.

Nánar um mótið hér, skor og rástímar.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ