07/02/2018. Ladies European Tour 2018: ActewAGL Canberra Classic, Royal Canberra Golf Club, Canberra, ACT, Australia. February 9-11 2018. Valdis Jonsdottir of Iceland during the Wednesday practice round. Credit: Tristan Jones
Auglýsing

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Leyni, er úr leik á Opna breska meistaramótinu.

Valdís Þóra lék samtals á +6 (73-77) og var hún fimm höggum frá því að komast í gegnum niðurskurðinn.

Staðan er uppfærð hérna: 

Hér fyrir neðan er greint frá gangi mála hjá Valdísi á meðan hún lék á öðrum hring mótsins.

Staðan er uppfærð hérna: 


Mótið fer fram á Royal Lytham & St Annes Golf Club á Englandi 2.- 5. ágúst.

  1. keppnisdagur: 


Mótið er eitt af fimm risamótum hvers árs hjá atvinnukylfingum í kvennaflokki. Valdís Þóra hefur leikið á einu risamóti á ferlinum, Opna bandaríska meistaramótinu, sem fram fór í fyrra.

Hringurinn hjá Valdísi var litríkur en hún fékk alls sex fugla og kom sér í góða stöðu eftir að hafa tapað fimm höggum á 6. og  7. braut á fyrri 9 holunum. Hún tapaði tveimur höggum á 12., og einu höggi á 13.

Valdís Þóra verður þar með annar íslenski kylfingurinn sem tekur þátt á Opna breska meistaramótinu í kvennaflokki.

Þetta er í 42. skipti sem Opna breska meistaramótið fer fram í kvennaflokki.

Royal Lytham St Annes er einn þekkasti golfvöllur Bretlandseyja. Þar hafa fjölmörg risamót farið fram þar á meðal Ryder-bikarinn. Opna breska meistaramótið í karlaflokki hefur ellefu sinnum farið fram á þessum velli.

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, tryggði sér keppnisrétt á Opna breska meistaramótinu í fyrra með því að enda í einu af 10 efstu sætunum á Opna skoska meistaramótinu sem fram fór í vikunni þar á undan. Ólafía komst ekki í gegnum niðurskurðinn á Opna breska meistaramótinu í fyrra.

Sigurvegarar frá upphafi:

2017 In-Kyung Kim 270 Kingsbarns Golf Links Suður-Kórea Sophie Lamb 282
2016 Ariya Jutanugarn 272 Woburn Taíland Leona Maguire 282
2015 Inbee Park 276 Turnberry Suður-Kórea L Sobron 287
2014 Mo Martin 287 Royal Birkdale Bandaríkin E Talley 294
2013 Stacy Lewis 280 St Andrews Bandaríkin L Ko & G Hall 294
2012 Jiyai Shin 279 Hoylake Suður-Kórea L Ko 297
2011 Yani Tseng 272 Carnoustie Taiwan D Kang 290
2010 Yani Tseng 277 Royal Birkdale Taiwan C Hedwell 291
2009 Catriona Matthew 277 Royal Lytham & St Annes Skotland No Winner
2008 Jiyai Shin 270 Sunningdale Suður-Kórea A Nordqvist 285
2007 Lorena Ochoa 287 St Andrews Mexíkó No Winner
2006 Sherri Steinhauer 281 Royal Lytham & St Annes Bandaríkin A Yang 301
2005 Jeong Jang 272 Royal Birkdale Suður-Kórea M Wie 278
2004 Karen Stupples 269 Sunningdale England L Stahle 290
2003 Annika Sörenstam 278 Royal Lytham & St Annes Svíþjóð E Serramia 294
2002 Karrie Webb 273 Turnberry Ástralía No Winner
2001 Se Ri Pak 277 Sunningdale Suður-Kórea R Hudson 287
2000 Sophie Gustafson 282 Royal Birkdale Svíþjóð No Winner
1999 Sherri Steinhauer 283 Woburn Bandaríkin G Sergas 291
1998 Sherri Steinhauer 292 Royal Lytham & St Annes Bandaríkin No Winner
1997 Karie Webb 269 Sunningdale Ástralía S Cavalleri 296
1996 Emeille Khan 277 Woburn Bandaríkin B Hackett 299
1995 Karie Webb 278 Woburn Ástralía L Dermot 299
1994 Liselotee Neumann 280 Woburn Svíþjóð M Fischer
1993 Karen Lunn 275 Woburn Ástralía J Morley & P Meunier 297
1992 Patty Sheehan 207 Woburn Bandaríkin No Winner
1991 P. Grice-Whittaker 284 Woburn England No Winner
1990 Helen Affredsson 288 Woburn Svíþjóð S Bennett 302
1989 Jane Geddes 274 Ferndown Bandaríkin J Morley 274
1988 Corinne Dibnah 295 Lindrick Golf Club Ástralía K Imrie 301
1987 Alison Nicholas 296 St Mellion England J Furby 305
1986 Laura Davies 283 Royal Birkdale England V Thomas 289
1985 Betsy King 300 Moor Park Golf Club Bandaríkin J Thornhill 308
1984 Ayako Okamoto 289 Woburn Japan M Mckenna 302
1983 No tournament No Tournament
1982 Marta Figueras-Dotti 296 Royal Birkdale Spánn M Figueras-Dotti 296
1981 Debbie Massey 295 Northumberland Bandaríkin B Robertson 299
1980 Debbie Massey 294 Wentworth Bandaríkin B Robertson 295
1979 Alison Sheard 301 Southport and Ainsdale Suður-Afríka S Hedges 308
1978 Janet Melville 310 Foxhills Golf Club England Wilma Aitken
1977 Vivien Saunders 306 Lindrick Golf Club England Mary Everard
1976 Jenny Lee Smith 299 Fulford England Mary Mckenna

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ