Valdís Þóra Jónsdóttir á 14. teig á Royal Canberra vellinum.
Auglýsing

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Leyni, er úr leik á ActewAGL Canberra Classic mótinu sem er hluti af sterkustu mótaröð Evrópu. Mótið fer fram á Royal Canberra vellinum í höfuðborginni Canberra. Íslandsmeistarinn 2017 var einu höggi frá því að komast í gegnum niðurskurðinn.

Hún lék hringina tvo á +2 samtals eða 75 og 71 höggi. Hún fékk alls þrjá fugla og einn skolla á öðrum hringnum og var hún aðeins einu höggi frá því að komast áfram.

Valdís Þóra mun leika á fjórum mótum í Ástralíu á næstu vikum og hefur hún lokið við tvö fyrstu mótin

Hér er skor keppenda uppfært. 

Mótið er 54 holur og lokahringurinn fer fram aðfaranótt sunnudags.

„Völlurinn er mjög flottur, smá hæðóttur á örfáum holum en ekkert dramatískt,“ segir Valdís Þóra á fésbókarsíðu sinni.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ