/

Deildu:

Auglýsing

Þrír íslenskir kylfingar eru á heimslista atvinnukylfinga í kvennaflokki en listinn er uppfærður vikulega.

Hér má sjá listann í heild sinni. 

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, fer upp um 35 sæti á heimslistanum eftir að hafa endað í 5. sæti á LET Evrópumótaröðinni um s.l. helgi. Valdís Þóra er í sæti nr. 402 en besti árangur hennar á heimslistanum er 299. sæti.

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR er í sæti nr. 347 en hún fer niður um 11 sæti á milli vikna.

Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr GK er í sæti nr. 985 á þessum lista og fer niður um 22 sæti á milli vikna.

Ólafía Þórunn var í sæti nr. 840 á heimslistanum í lok ársins 2015. Hún hefur náð hæst í 172. sæti á heimslistanum í byrjun árs 2017.

311 sæti í lok ársins 2018.
177 sæti í lok ársins 2017.
614 sæti í lok ársins 2016.
840 sæti í lok ársins 2015.

Valdís Þóra Jónsdóttir.

Valdís Þóra var í sæti nr. 765 á heimslistanum í lok ársins 2015. Hún er í sæti nr. 402 þessa stundina.

Í mars árið 2018 náði Valdís að komast upp í sæti nr. 299 á heimslistanum sem er besti árangur hennar.

424 sæti í lok ársins 2018.
413 sæti í lok ársins 2017.
749 sæti í lok ársins 2016.
765 sæti í lok ársins 2015.

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK

Guðrún Brá fór inn á heimslista atvinnukylfinga í ágúst 2018. Hún var þá í sæti nr. 1137 en er í dag í 985. sæti. Guðrún Brá hefur því farið upp um 152 sæti á stuttum tíma.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ