/

Deildu:

Auglýsing

Valdís Þóra Jónsdóttir atvinnukylfingur úr Leyni leggur af stað til Ástralíu á föstudaginn en hún keppir á sínu fyrsta LET móti í næstu viku. Valdís Þóra hefur undirbúið sig af krafti hér á landi á undanförnum vikum undir handleiðslu Hlyns Hjartarsonar PGA kennara hjá GOS.

Valdís Þóra er þriðja íslenska konan sem tryggir sér keppnisrétt á sterkustu mótaröð Evrópu í kvennaflokki. Hún fylgir þar með í fótspor Ólafar Maríu Jónsdóttur og Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur.

Valdís hitti í vikunni unga og efnilega kylfinga á æfingu hjá Golfklúbbi Selfoss. Þar gaf hún þeim góð ráð varðandi golfíþróttina og höfðu ungu kylfingarnir mikinn áhuga á að fá upplýsingar og ráð frá atvinnukylfingnum Valdísi Þóru.

16473044_10155024512185742_3445499217896894477_n 16473000_10155024512275742_5755973588792329266_n 16406918_10155024512355742_7971955841127377443_n

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ