Valdís Þóra Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Leyni hóf leik í dag á LET Evrópumótaröðinni.
Mótið fer fram á Westlake Golf Club í Suður-Afríku.
Valdís Þóra varð að hætta keppni eftir 6 holur vegna meiðsla í baki.
Þessi meiðsli hafa verið til staðar hjá Valdísi Þóru á undanförnum vikum og mánuðum.
Eftir sjöttu holu í dag ákvað Valdís Þóra að hætta keppni þar sem hún átti í erfiðleikum með að sveifla kylfunni.
Hún hefur ákveðið að taka ekki þátt á næsta móti í Jórdaníu og kemur nú heim til Íslands í meðhöndlun hjá sérfræðingum.
Valdís Þóra náði sínum næst besta árangri á síðasta móti sem fram fór í Ástralíu en þar endaði hún í 5. sæti.