Valdís Þóra keppir á LET Access mótaröðinni í Frakklandi

Valdís Þóra Jónsdóttir. Mynd/ Tristan Jones

Valdís Þóra Jónsdóttir undirbýr sig fyrir næstu keppnistörn á LET mótaröðinni en næstu verkefni á sterkustu mótaröð Evrópu verða í apríl hjá atvinnukylfingnum úr Leyni.

Valdís Þóra er mætt til leiks til Frakklands þar sem hún mun keppa á LET Access mótaröðinni sem er næst sterkasta atvinnumótaröð Evrópu á eftir LET mótaröðinni.

Mótið fer fram á Terre Blanche vellinum í Frakklandi en Valdís hefur verið við æfingar á Spáni á Novo Sancti Petri svæðinu.

Heimasíða mótsins: 

(Visited 624 times, 1 visits today)