Valdís Þóra Jónsdóttir. Mynd/seth@golf.is
Auglýsing

Valdís Þóra Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Leyni á Akranesi komst ekki í gegnum niðurskurðinn á atvinnumóti í Þýskalandi á LET Access mótaröðinni. NordicTrack mótið fór fram í Strasbourg.  Valdís lék fyrsta hringinn á 70 höggum eða -2. Hún lék á +5 á síðari hringnum og var því samtals á +3. Valdís var einu höggi frá því að komast í gegnum niðurskurðinn.

Á fésbókarsíðu sinni segir Valdís Þóra frá því að margt hafi gengið á þegar hún fór af stað á öðrum keppnishringnum. Bílaleigubifreið hennar var dreginn burt um nóttina og golfsettið var í bílnum. Færsluna má lesa hér fyrir neðan.


Lokastaðan:

Þetta var áttunda mótið hjá Valdísi á þessari leiktíð á næst sterkustu atvinnumótaröð Evrópu.  Besti árangur hennar á tímabilinu er þriðja sætið. Valdís Þóra keppir næst á LET Access mótaröðinni á Asóreyjum sem er níu eyja eyjaklasi í miðju Norður-Atlantshafinu sem tilheyrir Portúgal. Mótið hefst á föstudaginn, 30. september.

 

 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ