Valdís Þóra Jónsdóttir atvinnukylfingur úr Leyni á Akranesi hefur fengið það staðfest að hún fái keppnisrétt á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi. Mótið er eitt af fimm risamótum hvers árs og verður Valdís Þóra á meðal keppenda.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR lék um s.l. helgi á KPMG PGA meistaramótinu og var þar með fyrsti íslenski kylfingurinn til þess að leika á einu af risamótinu í atvinnugolfinu. Valdís Þóra verður önnur til þess að afreka slíkt frá Íslandi.
Valdís Þóra var fyrst á biðlista inn í mótið eftir að hafa náð frábærum árangri á erfiðu úrtökumóti á Englandi nýverið. Þar féll hún úr leik í bráðabana um laus sæti en hún var fyrst á biðlista og í dag fékk hún símtal þess efnis að hún væri á keppendalistanum.
Mótið fer fram á Bedminster í New Jersey, dagana 13.-16. júlí.