/

Deildu:

Hlynur Geir Hjartarson og Valdís Þóra Jónsdóttir. Mynd/seth@golf.is
Auglýsing

Valdís Þóra Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Leyni á Akranesi komst ekki í gegnum úrtökumót fyrir Opna breska meistaramótið sem hefst á fimmtudaginn á Kingsbarns vellinum í Skotlandi. Mótið sem Valdís keppti fór fram á Castle Course í St. Andrews í Skotlandi. Valdís lék á 2 höggum yfir pari í dag og það dugði ekki til.

Alls tóku 120 keppendur þátt á þessu lokaúrtökumóti og komast 20 efstu inn á risamótið sem hefst á fimmtudaginn eins og áður segir. Valdís Þóra hefur leikið á einu risamóti á ferlinum en það var á Opna bandaríska meistaramótinu 13.-16. júlí s.l. Hér má sjá keppendalistann.

Alls eru 120 keppendur á þessu lokaúrtökumóti og komast 20 efstu inn á Opna breska.

Valdís Þóra komst inná þetta lokaúrtökumót vegna góðrar stöðu hennar á peningalista LET Evrópumótaraðarinnar þar sem hún er með keppnisrétt.
Eins og kunnugt er hefur Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR nú þegar tryggt sér keppnisrétt á Opna breska meistaramótinu.

Hún endaði í 13.-19. sæti á Opna skoska meistaramótinu sem lauk í gær og þar voru þrjú sæti á Opna breska í boði fyrir þá kylfinga sem höfðu ekki tryggt sér keppnisrétt á risamótinu.

Allir kylfingarnir sem voru fyrir ofan Ólafíu á mótinu í Skotlandi höfðu tryggt sér keppnisrétt á Opna breska og þar af leiðandi fékk hún eitt af þessum þremur sætum sem voru í boði á því móti.

Ef Valdís Þóra nær einu af 20 efstu sætunum í dag á lokaúrtökumótinu verða tveir íslenskir kylfingar á meðal keppenda á risamótinu Opna breska sem er eitt af fimm risamótum ársins á LPGA/LET atvinnumótaröðum kvenna.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ