Valdís Þóra lék lokahringinn á 77 höggum í Marokkó

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL,. Mynd/seth@golf.is

Valdís Þóra Jónsdóttir lék lokahringinn á LALLA Meryem mótinu á 77 höggum eða +5 á Golf Dar Es Salam vellinum í Marokkó. Valdís lauk því leik á +9 samtals (76-71-73-77). Valdís Þóra var í 26. sæti fyrir lokahringinn en hún er í 51. sæti þegar þetta er skrifað. Þetta er annað mótið á tímabilinu á LET mótaröðinni hjá Valdísi og hún endaði í 51. sæti á fyrsta mótinu sem fram fór í Ástralíu.

Næsta mót hjá Valdísi er á Spáni og hefst það fimmtudaginn 20. apríl og stendur það yfir í fjóra daga.

Heildarverðlaunaféð er um 55 milljónir kr. Keppni er ekki lokið þegar þetta er skrifað.

Mótið á LET er haldið samhliða móti á Evrópumótaröðinni í karlaflokki. Þetta er annað mótið á þessu tímabili þar sem leikið er á LET mótaröðinni samhliða atvinnumóti í karlaflokki. Valdís lék á slíku móti í Ástralíu á sínu fyrsta LET móti á ferlinum en mótið í Marokkó er annað mót hennar á þessu tímabili á LET. Valdís Þóra endaði í 51. sæti á Oates Victorian mótinu í Ástralíu þar sem hún lék á -1 samtals (71-73-74).

Nánar um mótið í Marokkó. 

(Visited 1,529 times, 1 visits today)