Valdís Þóra: Mynd/ Jones
Auglýsing

Valdís Þóra Jónsdóttir hefur leik á föstudaginn á LET Access mótaröðinni á Terre Blanche mótinu í Frakklandi.

„Mér líst ágætlega á þetta verkefni og ég ætla að nota þetta mót til þess að fá meiri leik – og keppnisæfingu. Það eru rúmlega 6 vikur síðan ég keppti síðast,“ segir Valdís Þóra Jónsdóttir en hún dvaldi við æfinga á Novo Sancti Petri á Spáni áður en hún mætti til Frakklands. Að mótinu loknum í Frakklandi mun Valdís Þóra halda aftur til Spánar og æfa þar fram að næsta móti á LET mótaröðinni sem fram fer í Marokkó um miðjan apríl.

Valdís verður í ráshóp með Tiia Koivisto frá Finnlandi og Madelene Stavnar frá Noregi í ráshóp fyrstu tvo keppnisdagana. Þær fara af stað kl. 11:47 að íslenskum tíma á föstudaginn og kl. 7:27 að íslenskum tíma á laugardaginn 1. apríl. Keppnisfyrirkomulagið á mótinu er þannig að leiknir verða þrír 18 holu hringir á þremur dögum og verður niðurskurður eftir tvo keppnisdaga.

Hér er hægt að fylgjast með skori keppenda á Terre Blanche mótinu: 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ