Kristján Þór Einarsson úr Golfklúbbnum Kili hefur eins högg forystu í karlaflokki á sjötta móti Eimskipsmótaraðarinnar sem leikin er á Garðavelli Akranesi. Í kvennaflokki leiðir Valdís Þóra Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Leyni. Á morgun leika kylfingar annan hringinn af þremur en mótinu lýkur á sunnudaginn.
Kristján Þór lék hringinn í dag á 69 höggum eða 3 höggum undir pari, skorkortið Kristjáns innihélt í dag,12 pör, 3 fugla og einn örn sem hann fékk á 16 holu. Í öðru sæti á 70 höggum eða 2 höggum undir pari er Guðni Fannar Carrico úr Golfklúbbi Suðurnesja. Axel Bóasson úr Golfklúbbnum Keili, Stefán Már Stefánsson og Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur eru jafnir í þriðja sæti en þeir léku hringinn í dag á 73 eða á 1 höggi yfir pari.
Valdís Þóra Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Leyni er í forystu í kvennaflokki á 71 höggi eða 1 höggi undir pari, Valdís fékk í dag 4 fugla, 12 pör, 1 skolla og 1 skramba(+2). í öðru sæti er Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur á 72 höggum eða á pari vallarins. Í þriðja sæti er Þórdís Geirsdóttir úr Golfklúbbnum Keili á 75 höggum eða 3 höggum yfir pari.
Karlaflokkur:
1.sæti Kristján Þór Einarsson, GKJ, 69 -3
2.sæti Guðni Fannar Carrico, GS, 70 -2
3-5.sæti Stefán Már Stefánsson, GR, 73 +1
3-5.sæti Axel Bóasson, GK. 73 +1
3-5.sæti Guðmundur Á. Kristjánsson GR, 73 +1
Kvennaflokkur:
Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, 71 -1
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, 72 par
Þórdís Geirsdóttir, GK, 75 +3