Photo by Arnaldur Halldórsson / 2019 Warner Bros. Entertainment Inc.
Auglýsing

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Leyni á Akranesi, fagnar þrítugsafmæli sínu í dag, 4. desember 2019.

Valdís Þóra er þessa stundina stödd í Afríku þar sem hún hefur leik á morgun, fimmtudag, á lokamóti LET Evrópumótaraðarinnar.

Lokamót tímabilsins á sterkustu atvinnumótaröð Evrópu í kvennaflokki fer fram 5.-8. desember í Kenía en það mót er jafnframt 16. mótið hjá Valdísi Þóru á þessu tímabili.

Skorið er uppfært hér á lokamótinu á LET Evrópumótaröðinni.

Hún hefur komist í gegnum niðurskurðinn á 8 mótum af alls 15. Besti árangur hennar er 5. sætið á þessu tímabili.

Valdís Þóra er sem stendur í 71. sæti stigalista LET Evrópumótaraðarinnar. Hún er í harðri baráttu um að halda keppnisrétti sínum á mótaröðinni en 70 efstu sætin tryggja öruggt sæti á LET Evrópumótaröðinni á næsta tímabili.

Lokamótið eru því mikilvæg fyrir Valdísi Þóru hvað stöðu hennar á stigalistanum varðar.

Árangur Valdísar á LET á þessu ári er hér fyrir neðan.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ