/

Deildu:

Valdís Þóra Jónsdóttir. Mynd/Bethan Cutler
Auglýsing

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, mun á næstu vikum undirbúa sig fyrir 2. stig úrtökumótsins fyrir LPGA mótaröðina í Bandaríkjunum.

Valdís Þóra er örugg með keppnisrétt á LET Evrópumótaröðinni á næsta ári en hún er í 27. sæti stigalistans eins og er.

Valdís Þóra er stödd þessa stundina í Bandaríkjunum og verður hún þar fram að úrtökumótinu.  Valdís Þóra verður því ekki með á mótinu á Spáni sem hefst í þessari viku á LET Evrópumótaröðinni.

2. stig úrtökumótsins á LPGA mótaröðinn fer fram dagana 13.-18. okt á Plantation Golf & Country Club, Venice, Flórída. Þar komast á bilinu 15-25 kylfingar áfram á lokastigið.

Lokastig úrtökumótsins fer fram dagana 22. október – 3. nóvember á  Pinehurst Resort í Norður-Karólínu. Þar er keppt um 45 sæti á LPGA mótaröðinni 2019.
.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ