Golfsamband Íslands

Valdís Þóra úr leik á lokamóti LET

07/02/2018. Ladies European Tour 2018: ActewAGL Canberra Classic, Royal Canberra Golf Club, Canberra, ACT, Australia. February 9-11 2018. Valdis Jonsdottir of Iceland during the Wednesday practice round. Credit: Tristan Jones

Valdís Þóra Jónsdóttir er úr leik á lokamóti LET Evrópumótaraðarinnar.

Mótið heitir Andalucia Costa del Sol Open Espana og er leikið á La Quinta vellinum.

Valdís, sem er úr Golfklúbbnum Leyni á Akranesi, lék tvo fyrstu hringian á 76-76 eða +10 samtals. Hún er í 81. sæti og var hún fjórum höggum frá því að komast áfram.


Staðan er uppfærð hérna:

Valdís Þóra, sem er úr Golfklúbbnum Leyni, er í 33. sæti á stigalista LET Evrópumótaraðarinnar. Valdís Þóra er örugg með keppnisrétt á næsta tímabili á sterkustu atvinnumótaröð Evrópu í kvennaflokki.

Mótið á Spáni er 12 mótið á tímabilinu hjá Valdís Þóru. Besti árangur hennar er 3. sætið á móti sem fram fór í Ástralíu snemma á þessu ári. Valdís hefur tvívegis endað í 3. sæti á LET Evrópumótaröðinni – og er það besti árangur sem íslenskur atvinnukylfingur hefur náð á atvinnumóti í efsta styrkleikaflokki.

Exit mobile version