/

Deildu:

Valdís Þóra Jónsdóttir. Mynd/LET
Auglýsing

Val­dís Þóra Jóns­dótt­ir, úr Golfklúbbnum Leyni á Akra­nesi, keppti á bandarísku LPGA-mótaröðinni í þessari viku. Mótið heitir ISPS Handa Vic Open en leikið er í Victoria.

Þetta er í þriðja sinn sem Valdís Þóra keppir á þessu móti.

Valdís Þóra er úr leik á +2 samtals eftir 36 holur. Hún lék hringina tvo á 72 og 75 höggum. Hún endaði í 88. sæti. Niðurskurðarlínan er við parið þegar þetta er skrifað.

Mótið er með nýstárlegu fyrirkomulagi þar sem að atvinnukonur og karlar keppa á sama tíma á þessu móti. Karlar af Evrópumótaröðinni og áströlsku mótaröðinni keppa á sama tíma á sömu keppnisvöllum. Tveir vellir eru notaðir á þessu sameiginlega móti og eru keppendur alls um 300. Verðlaunaféð er það sama hjá konum og körlum.

Valdís verður í ráshóp með Charlotte Thomas og Ingrid Gutierrez Nunez fyrstu tvo keppnisdagana.

Mótið er samstarfsverkefni LPGA og áströlsku mótaraðarinnar en Valdís tryggði sér keppnisrétt á síðarnefndu mótaröðinni nýverið. Mótið fer fram dagana 7.-10. febrúar.

Valdís Þóra komst inn á mótið í fyrra með frábærum árangri á 18. holu úrtökumóti þar sem að 100 keppendur kepptu um þrjú laus sæti á mótið. Valdís endaði í efsta sæti ásamt tveimur öðrum keppendum

Hér er hægt að fylgjast með skori keppenda á ISPS Handa mótinu: 

Valdís Þóra skrifaði eftirfarandi á fésbókarsíðu sína:

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ