Valdís Þóra Jónsdóttir á Sanya meistaramótinu 2017.
Auglýsing

Eins og áður hefur komið fram náði Valdís Þóra Jónsdóttir besta árangri sem íslenskur kylfingur hefur náð á einni af stóru atvinnumótaröðunum í golfi. Valdís Þóra endaði í þriðja sæti á Sanya mótinu sem var hluti af sterkustu mótaröð Evrópu. Valdís Þóra gulltryggði sér keppnisréttinn á LET Evrópumótaröðinni með árangri sínum á mótinu sem fór fram í Kína. Hún fékk 18.000 stig (Evrur) fyrir árangurinn í Kína sem gerir um 2,3 milljónir kr. Samtals hefur Valdís Þóra unnið sér inn tæplega 25.000 stig (Evrur) og er hún í 50. sæti stigalistans eftir mótið í Kína.

Þeir kylfingar sem ná að vera á meðal 80 efstu á stigalistanum í lok keppnistímabilsins halda keppnisrétti sínum á mótaröð þeirra bestu. Þeir sem eru fyrir neðan sæti nr. 80 þurfa að endurnýja keppnisrétt sinn með því að leika á lokaúrtökumótinu í Marokkó um miðjan desember.

Stigalistinn er hér:

Valdís Þóra Jónsdóttir var í 113. sæti á stigalista LET Evrópumótaraðarinnar með 6.458 stig- áður en kom að mótinu i Kína.

Sanya mótið í Kína er næst síðasta mótið hjá Valdísi á þessu tímabili. Það var því að miklu að keppa fyrir hana að ná einu af efstu sætunum. Valdís Þóra var í 2. sæti fyrir lokahringinn á LET mótinu sem fram fer á Hainan í Kína.

Til þess að komast í hóp 80 efstu þá var ljóst Valdís þurfti að vera með um 15.000 stig í lok tímabilsins..

Það eru ýmsar breytur sem þarf að taka með í reikninginn þegar lokaniðurstaðan verður birt á 80 efstu sætunum á stigalistanum í lok keppnistímabilsins. Samkvæmt reglum LET þá þurfa kylfinga að taka þátt á 6 mótum í það minnsta til þess að stig þeirra telji á stigalistanum. Það gæti því dugað að vera í sætunum rétt fyrir neðan sæti nr. 80. Það gæti dugað að vera 90. sæti og jafnvel sæti nr. 95 á stigalistanum gæti tryggt keppnisréttinn á LET á næstu leiktíð.

Ýmsir leikmenn sem eru einnig með keppnisrétt á LPGA mótaröðinn telja ekki á stigalistanum á LET Evrópumótaröðinni þegar mótaröðin er gerð upp í lok tímabilsins. Þar sem þeir uppfylla ekki lágmarksfjölda móta.

Eins og staðan er þessa stundina á stigalistanum þá eru í það minnsta 15 keppendur sem ná ekki að uppfylla lágmarksfjölda móta á LET á þessu ári. Og þar á meðal er Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR sem er í sæti nr. 34 á stigalista LET.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ