Í dag fór fram fréttamannafundur vegna Íslandsmótsins í golfi 2015 á Eimskipsmótaröðinni. Íslandsmótið fer fram á Garðavelli á Akranesi hjá Golfklúbbnum Leyni og hefst það fimmtudaginn 23. júlí og úrslitin ráðast síðdegis sunnudaginn 26. júlí.
Fréttamannafundurinn fór fram um borð í einu af skipum Eimskips, Selfoss, og þar reyndu bestu kylfingar landsins fyrir sér í skemmtilegri þraut. Þar áttu kylfingarnir að hitta fljótandi flöt sem Eimskip lét útbúa sérstaklega fyrir þetta tilefni. Höggið var um 80 metrar og sáust glæsilegt tilþrif hjá keppendum og gestum. Þórður Rafn Gissurarson úr GR og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR hittu flötina og fengu þau vegleg verðlaun fyrir afrekið frá Eimskip.
Á fundinum var birt niðurstaða úr spá sérfræðinga þess efnis hvaða kylfingar munu standa uppi sem Íslandsmeistarar á Garðavelli á Akranesi á sunnudaginn. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR og Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG sigruðu í fyrra þegar mótið fór fram á Leirdalsvelli hjá GKG. Birgir Leifur verður fjarverandi að þessu sinni vegna verkefnis á Áskorendamótaröð Evrópu – sem er sú næst sterkasta í Evrópu.
Samkvæmt spá sérfræðinga verður Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni Íslandsmeistari í kvennaflokki og Axel Bóasson úr GK í karlaflokki.
Keppt var í kvennaflokki á Íslandsmótinu í golfi í fyrsta sinn árið 1967 og er Guðfinna Sigurþórsdóttir úr GS fyrsti Íslandsmeistarinn. Mótið á Garðavelli er það 49. í kvennaflokki frá upphafi.
Ragnhildur Sigurðardóttir úr GR verður á meðal keppenda. Ragnhildur fagnaði sinum fyrsta titli á Íslandsmótinu árið 1985 á Akureyri og það eru 10 ár síðan hún sigraði síðast árið 2005 á Hólmsvelli í Leiru.
Alls eru sex keppendur í kvennaflokki sem hafa fagnað Íslandsmeistaratitlinum.
Valdís Þóra Jónsdóttir (GL) (2009, 2012), Ólafía Þórunn Kristinsdóttir (GR) (2011, 2014)
Sunna Víðisdóttir (GR) (2013), Tinna Jóhannsdóttir (GK) (2010), Ragnhildur Sigurðardóttir (GR) (1985, 1998, 2003, 2005), Þórdís Geirsdóttir (GK) (1987).
GR er með flesta Íslandsmeistaratitla í kvennaflokki eða 21 alls, GS 11, GK 9, GV 4, GL 2, GKj. 1.
Guðrún Brá á einnig vallarmetið af bláum teigum eða 66 högg – sem hún setti 19. maí árið 2012 á unglingamótaröð GSÍ.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr GK er með lægstu forgjöfina í kvennaflokknum eða -1,5.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK -1.5
Valdís Þóra Jónsdóttir, GL -1.1
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR -0.9
Sunna Víðisdóttir, GR 0.2
Tinna Jóhannsdóttir, GK 0.8
Signý Arnórsdóttir, GK 1.1
Ragnhildur Sigurðardóttir, GR 1.5
Berglind Björnsdóttir, GR 1.7
Karen Guðnadóttir, GS 1.7
Þórdís Geirsdóttir, GK 1.9
Ragnhildur Kristinsdóttir, GR 2.3
Anna Sólveig Snorradóttir, GK 2.6
Gunnhildur Kristjánsdóttir, GKG 3.2
Helga Kristín Einarsdóttir, NK 3.4
Ingunn Einarsdóttir, GKG 3.7
Alls eru 30 keppendur í kvennaflokki á Garðavelli á Akranesi en 33 keppendur voru á Leirdalsvelli í fyrra hjá GKG. Frá árinu 2001 hefur meðalkeppendafjöldi í kvennaflokknum verið 22. Árið 2004 voru 17 konur sem tóku þátt þegar Íslandsmótið fór fram árið 2004 á Garðavelli.
Árið 2004 þegar Íslandsmótið fór í fyrsta sinn fram á Garðavelli sigraði Ólöf María Jónsdóttir úr GK eftir spennandi keppni gegn Tinnu Jóhannsdóttur. Aðeins voru leiknar þrjár umferðir en önnur umferð mótsins var felld niður vegna gríðarlegrar úrkomu fyrri part dags. Úrkoman hafði ekki áhrif á keppnishaldið í karlaflokknum.
Ólöf María lék á 77 höggum að meðaltali á því móti eða 231 höggi (76-77-78).
Spá sérfræðinga Íslandsmót 2015 Eimskipsmótaröðin – Garðavöllur Akranes 23.-26. júlí:
Konur:
1. Valdís Þóra Jónsdóttir, GL 259 stig
2. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK 239 stig
3. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR 229 stig
4. Sunna Víðisdóttir, GR 114 stig
5. Tinna Jóhannsdóttir, GK 51 stig
6. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR 26 stig
7. Karen Guðnadóttir, GS 19 stig
8. Ragnhildur Sigurðardóttir, GR 19 stig
9.-10. Anna Sólveig Snorradóttir, GK 12 stig
9.-10. Signý Arnórsdóttir, GK 12 stig
11. Þórdís Geirsdóttir, 6 stig
Keppt var í fyrsta sinn á Íslandsmótinu í golfi árið 1942 í karlaflokki þar sem Gísli Ólafsson úr GR sigraði.
Mótið á Garðavelli er það 74. í karlaflokki frá upphafi.
Alls eru átta kylfingar á meðal keppenda sem hafa sigrað á Íslandsmótinu í golfi. Björgvin Þorsteinsson GA og Úlfar Jónsson GKG eru með sex titla hvor. Birgir Leifur Hafþórsson GKG er ekki á meðal keppenda en hann er við keppni á sterku atvinnumóti í Evrópu á Áskorendamótaröðinni.
Kristján Þór Einarsson (GM) 2008, Ólafur Björn Loftsson GKG (2009), Axel Bóasson (GK)(2011), Haraldur Franklín Magnús (GR)(2012), Heiðar Davíð Bragason (GHD) (2005), Úlfar Jónsson GKG (1986, 1987, 1989, 1990, 1991, 1992), Björgvin Þorsteinsson (GA) (1971, 1973, 1974, 1975, 1976, 1977), Þórður Emil Ólafsson (GL) (1997).
Magnús Lárusson úr GJÓ á vallarmetið á Garðavelli af hvítum teigum eða 66 högg (-6) sem hann setti á Eimskipsmótaröðinni 26.5 árið 2006.
Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GR er með lægstu forgjöfina í karlaflokknum eða -3,5. Forgjafarlægstu kylfingarnir í karlaflokki eru:
Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR -3.5
Gísli Sveinbergsson, GK -2.7
Kristján Þór Einarsson, GM -2.3
Ólafur Björn Loftsson, GKG -2.1
Ragnar Már Garðarsson, GKG -2.1
Þórður Rafn Gissurarson GR -2
Andri Þór Björnsson, GR -1.8
Axel Bóasson, GK -1.7
Haraldur Franklín Magnús, GR -1.7
Aron Snær Júlíusson, GKG -1.6
Hlynur Geir Hjartarson, GOS -1.1
Rúnar Arnórsson, GK-0.7
Stefán Már Stefánsson, GR -0.4
Heiðar Davíð Bragason, GHD -0.1
Alfreð Brynjar Kristinsson, GKG 0
Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR 0
Haraldur Hilmar Heimisson, GR 0.1
Úlfar Jónsson, GKG 0.2
Fannar Ingi Steingrímsson, GHG 0.3
Magnús Lárusson, GJÓ 0.3
Alls eru 120 keppendur í karlaflokki á Garðavelli á Akranesi en 106 keppendur voru á Leirdalsvelli í fyrra hjá GKG. Frá árinu 2001 hefur meðalkeppendafjöldi í karlaflokknum verið 114. Árið 2004 voru 89 karlar sem tóku þátt þegar Íslandsmótið fór fram árið 2004 á Garðavelli.
Árið 2004 þegar Íslandsmótið fór í fyrsta sinn fram á Garðavelli sigraði Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG á -5 samtals. Hann sigraði með fimm högga mun en Björgvin Sigurbergsson úr GK varð annar á pari vallar. Meðalskorið hjá Birgi var 70,75 högg.
Spá sérfræðinga Íslandsmót 2015 Eimskipsmótaröðin – Garðavöllur Akranes 23.-26. júlí:
1. Axel Bóasson, GR 182 stig
2. Andri Þór Björnsson , GR 170 stig
3. Kristján Þór Einarsson, GM 135 stig
4. Þórður Rafn Gissurarson, GR 112 stig
5. Gísli Sveinbergsson, GK 100 stig
6. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR 94 stig
7. Ólafur Björn Loftsson, GKG 76 stig
8. Haraldur Franklín Magnús, GR 70 stig
9. Hlynur Geir Hjartarson, GOS 16 stig
10. Ragnar Már Garðarsson, GKG 7 stig
11. -14. Stefán Már Stefánsson, GR 6 stig
11. -14. Aron Snær Júlíusson, GKG 6 stig
11. -14.Hjörtur Brynjarsson, GSE 6 stig
11. -14.Tumi Hrafn Kúld, GA 6 stig
Fyrsti ráshópur fer af stað kl. 7.30 á fimmtudaginn á Garðavelli: Raðað verður út eftir forgjöf fyrstu tvo keppnisdagana og eftir skori síðustu tvo keppnisdagana.
Fleiri myndir á fésbókarsíðu Golf á Íslandi: