/

Deildu:

Auglýsing

Nú eru tæplega 18 þúsund kylfingar eru skráðir í golfklúbba á stórhöfuðborgarsvæðinu.

Með stórhöfuðborgarsvæðinu er átt við höfuðborgarsvæðið, Suðurnes, Akranes og Hveragerði, Ölfus og Selfoss en þessir byggðakjarnar eru á margan hátt að renna saman sem íbúa- og atvinnusvæði.

Kylfingum á stórhöfuðborgarsvæðinu fjölgaði um tæplega 2.100 í fyrra sem var um 88% af fjölguninni á öllu landinu.

Það eru um 7.000 rástímar í boði á hverjum degi á stórhöfuðborgarsvæðinu og tæplega 5.000 á höfuðborgarsvæðinu einu og sér.

Það er gömul mýta að segja að ekki sé hægt að fá rástíma á þessu svæði. En ef við veljum að horfa bara á vinsælustu rástíma dagsins sem eru frá kl. 15:00 til 18:00 þá geta einungis að hámarki 96 kylfingar leikið á þeim tíma á hverjum velli fyrir sig.

Nauðsynlegt er því að gera greinarmun á golfklúbbum og tíma dags en samkvæmt okkar heimildum ættu allir að geta fengið rástíma langi þeim í golf samdægurs einhvers staðar á stórhöfuðborgarsvæðinu.

Í töflunni hér fyrir neðan má sjá að um 270% verðmunur er á hæsta og lægsta vallargjaldi á þessu svæði.

Golfklúbbur Þorlákshafnar býður upp á 18 holu vallargjald fyrir 3.800,- kr. Dýrast er að leika 18 holur hjá Golfklúbbnum Oddi.

Þess má geta að fyrir að meðaltali er hver golfklúbbur með um 10 vinavelli þar sem meðlimir geta leikið vinavelli með töluverðum afslætti eða allt að 50% af vallargjaldi.

Einhverjir golfklúbbar bjóða um 20% afslátt af vallargjaldi fyrir meðlimi innan GSÍ.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ