Meðalhitinn á landinu að undanförnu hefur verið líkt og í síðari hluta maí mánaðar, og fullkomið golfveður dag eftir dag,“ skrifar Bjarni Hannesson vallarstjóri Hvaleyrarvallar hjá Golfklúbbnum Keili á fésbókarsíðu klúbbsins nýverið. Íslandsmótið í golfi fer fram fram í Hafnarfirði á þessu ári og er Bjarni nokkuð bjartsýnn á að golfvellir landsins verði í góðu ástandi í vor.
„Þegar svona viðrar dynja spurningar á eyrum vallastjóra um ástandið. Er þetta gott eða slæmt? Það sem gerist hjá grösum þegar svona viðrar um miðjan vetur, þá missir plantan frostþol sem hún hefur byggt upp frá síðastliðnu hausti. Þannig geta vissar grastegundir þolað allt að -38°C, en hægt og rólega minkar þetta þol. Þegar hiti fer svo yfir 4°C fer af stað ferli þar sem frostþol minkar niður í -8°C til -13°C (eftir tegundum).
Við erum ekki hræddir við mikla klakasöfnun úr þessu þar sem sól er farin að vera nægilega lengi á lofti.
Þetta þýðir að ef frost fer ekki niður fyrir -7°C, þá er þetta ekki slæmt. Ef snjór sest yfir, þá einangrar hann og getur varið plöntuna ef lofthiti fer undir -7°C. Þetta þarf því ekki að vera hættulegt ástand. Við erum ekki hræddir við mikla klakasöfnun úr þessu þar sem sól er farin að vera nægilega lengi á lofti. Til að gera langa sögu stutta, þá erum við nokkuð bjartsýnir á gott ástand í vor,“ skrifar Bjarni.