Golfsamband Íslands

Vel heppnað minningarmót um Hörð Barðdal – úrslit og myndir

Púttmót fór fram í Hraunkoti hjá Golfklúbbnum Keili mánudaginn 12. ágúst en mótið var haldið til minningar um Hörð Barðdal.

Mótið tókst vel og var mætingin góð þrátt fyrir að hitastigið hafi verið lágt úti á púttflöinni við Hraunkot í Hafnarfirði.

Hörður Barðdal var frumkvöðull að koma golfíþróttinni á framfæri fyrir fatlað fólk. Hann var m.a. valinn fyrstur allra sem íþróttamaður ársins hjá fötluðu íþróttafólki árið 1977.

Keppt var í tveimur flokkum og voru úrslit eftirfarandi:

Flokkur 1:

  1. Sigurður Guðmundsson
  2. Einar Bergþórsson
  3. Elín Fanney Ólafsdóttir

Flokkur 2:

  1. Gauti Árnason
  2. Vilhelm Sigurjónsson
  3. Davíð Einar Davíðsson

Hvatningarverðlaunin fengu bræðurnir Einar, Davíð og Símon en þeir hafa í sumar keyrt frá Stykkishólmi á æfingar í Hafnarfirði.

GSFÍ, golfsamtök fatlaðra á Íslandi, standa að baki þessu móti sem hefur farið fram árlega um margra ára skeið.

Golfæfingar GSFÍ standa yfir allt árið í Hraunkoti, æfingasvæði golfklúbbsins Keilis Hafnarfirði og allir eru velkomnir að mæta. GSFÍ lánar púttera og kúlur og allir eru velkomnir að taka þátt.

Nánar um G4D – smelltu hér:

Exit mobile version