/

Deildu:

Auglýsing

Afrekshópar Golfsambands Íslands hittust um síðustu helgi í Reykjavík þar sem farið var yfir ýmis atriði. Alls tóku 50 kylfingar þátt í æfingabúðunum sem voru þær fyrstu á þessu ári. Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari og Birgir Leifur Hafþórsson aðstoðarlandsliðsþjálfari fóru yfir ýmis atriði í fyrirlestri á laugardeginum ásamt Gauta Grétarssyni sjúkraþjálfara.

Afrekshóparnir æfðu síðan undir handleiðslu þjálfara í aðstöðu GKG í Kórnum. Þar voru framkvæmdar ýmsar mælingar á kylfingunum í tækjum. Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari var ánægður með æfingabúðirnar.

„Æfingahelgin gekk mjög vel og mér fannst lang flestir vera í góðu ástandi hvað tæknina varðar. Í heildina sýndi hópurinn góðan árangur í þeim verkefnum sem við lögðum fyrir. Það er hugur í mannskapnum og allir staðráðnir í að leggja hart að sér í vetur og koma vel undirbúin til leiks í vor. Seinasta tímabil var mjög gott hvað varðar árangur hjá einstaklingum, sem var kórónaður með frábærum árangri Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur sem að tryggði sér þátttökurétt á Evrópumótaröðinni. Þessi góði árangur hvetur alla til að leggja enn harðar að sér og vinna ávallt faglega, til að geta náð sínum stærstu markmiðum.
Við kláruðum síðan helgina með spinning tíma í Sporthúsinu, þar sem allir fengu að svitna vel en með bros á vör. Loks var fyrirlestur hjá Helga Jónasi Guðfinnssyni um hugarfar íþróttafólks sem fram fór á þriðjudaginn. Fyrirlesturinn var opinn fyrir alla kylfinga í keppnishópum klúbbanna, og mættu um 80-90 manns sem var gaman að sjá.“

 

Frá spinningtímanum í Sporthúsinu.
Frá spinningtímanum í Sporthúsinu

IMG_3481IMG_3480

Frá fyrirlestrinum hjá Helga Jónasi Guðfinnssyni.
Frá fyrirlestrinum hjá Helga Jónasi Guðfinnssyni

Afrekshópar GSÍ árið 2016 eru þannig skipaðir:

Screenshot (3)Screen Shot 2016-01-14 at 11.57.41 AM

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ