Golfsamband Íslands

Vel heppnaðar æfingabúðir hjá afrekshóp GSÍ

Yngsti aldurshópurinn sem var á afreksæfingu hjá GSÍ um síðustu helgi.

IMG_3601
Hér er yngsti aldurshópurinn sem skipar afrekshóp GSÍ.

Afrekshópar Golfsambands Íslands komu saman sunnudaginn 14. febrúar s.l. og æfðu þar undir stjórn landsliðsþjálfarans Úlfars Jónssonar og aðstoðarmanna hans. Úlfar segir í samtali við golf.is að æfingarnar hafi gengið vel þar sem lögð voru fyrir ýmis keppnislík atriði ásamt fyrirlestri hjá Kanadamanninum Liam Mucklow um styrktarþjálfun.

Úlfar sagði að fyrirlestur Mucklow hafi verið áhugaverður og muni nýtast vel þeim sem á hlýddu. Þar hafi margt komið fram. „Við fengum góðar hugmyndir hjá Mucklow og að mínu mati var áhugavert hversu mikið er hægt að gera með því að byrja á því að mæla einföld atriði og hreyfingar sem leiða af sér meiri skilvirkni og gæðum í höggum. Það var líka gaman að heyra hve mikið hann lagði áherslu á keppni og mælanleg markmið í æfingum. Það hefur verið rauður þráður í okkar nálgun á æfingum hjá afrekshópunum.

Alls fengu fjórtán kylfingar úr afrekshópnum einkatíma hjá Mucklow á meðan dvöl hans stóð hér á landi. Þar fór hann í gegnum ýmsar mælingar hjá kylfingunum og gaf þeim ráð til þess að bæta líkamlega þætti sem og tæknilega þætti golfsveiflunnar.

Henning Darri fær góð ráð frá kanadíska sérfræðingnum.
Frá æfingu afrekshópsins í Kórnum í Kópavogi – inniaðstæðu GKG.
Liam Mucklow fer hér í gegnum æfingar með Þórði Rafni Gissurarsyni atvinnukylfing og Íslandsmeistara í golfi 2015.
Exit mobile version