Úlfar Jónsson.
Auglýsing

GSÍ stóð fyrir fræðslufundi með stjórnendum og forráðamönnum gokfklúbba landsins laugardaginn 30. Apríl. Fundurinn var vel sóttur en um 20 manns hlýddu á erindi um markaðs-, afreks- og dómaramál.

Hörður Geirsson alþjóðadómari var með fræðslu fyrir eftirlitsmenn og dómara.

Stefán Garðarsson markaðsstjóri GSÍ hélt erindi þar sem reynt var að svara spurninginni „Hvernig auglýsum við okkur?“

Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari GSÍ fór yfir landsliðsverkefnin á árinu 2016 og helstu atriðin í afreksstarfi GSÍ.

Í lok fundarins fóru fram umræður og athugasemdir og tókst fundurinn vel. Þetta er í annað sinn á þessu vori þar sem slíkur fræðslufundur fór fram.

Hörður Geirsson.
Hörður Geirsson.
Stefán Garðarsson.
Stefán Garðarsson.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ