Landsliðshópur GSÍ kom saman á Akureyri um síðustu helgi sem Ólafur Björn Loftsson afreksstjóri Golfsambands Íslands stýrði. 22 landsliðskylfingar æfðu stíft frá morgni til kvölds í nýrri og glæsilegri æfingaaðstöðu Golfklúbbs Akureyrar og voru þeir mjög ánægðir með vel heppnaða og skemmtilega helgi.
„Það er alltaf ánægjulegt þegar landsliðshópurinn kemur saman til æfinga en það var sérstaklega spennandi nú að fá tækifærið að eyða enn meiri tíma saman og nýta þessa stórkostlegu aðstöðu hjá GA. Ég vil færa klúbbnum bestu þakkir fyrir frábærar móttökur og stuðning og jafnframt óska þeim enn og aftur til hamingju með aðstöðuna,“ segir Ólafur Björn Loftsson, afreksstjóri Golfsamband Íslands.









Landsliðshópurinn er þannig skipaður:
Nafn | Klúbbur |
Arnar Daði Svavarsson | GKG |
Aron Emil Gunnarsson | GOS |
Auður Bergrún Snorradóttir | GM |
Björn Breki Halldórsson | GKG |
Bryndís Eva Ágústsdóttir | GA |
Böðvar Bragi Pálsson | GR |
Dagbjartur Sigurbrandsson | GR |
Elva María Jónsdóttir | GK |
Eva Fanney Matthíasdóttir | GKG |
Eva Kristinsdóttir | GM |
Fjóla Margrét Viðarsdóttir | GS |
Guðjón Frans Halldórsson | GKG |
Gunnar Þór Heimisson | GKG |
Gunnlaugur Árni Sveinsson | GKG |
Halldór Jóhannsson | GK |
Hjalti Kristján Hjaltason | GM |
Hulda Clara Gestsdóttir | GKG |
Kristján Karl Guðjónsson | GM |
Logi Sigurðsson | GS |
Markús Marelsson | GK |
Máni Freyr Vigfússon | GK |
Óliver Elí Björnsson | GK |
Pamela Ósk Hjaltadóttir | GM |
Perla Sól Sigurbrandsdóttir | GR |
Sara María Guðmundsdóttir | GM |
Skarphéðinn Egill Þórisson | NK |
Skúli Gunnar Ágústsson | GK |
Tómas Eiríksson Hjaltested | GR |
Veigar Heiðarsson | GA |