Rúmlega 100 keppendur hafa nú þegar skráð sig til keppni á 1. mót ársins á stigamótaröð GSÍ í unglingaflokki.
Keppt verður á Garðavelli á Akranesi um næstu helgi eða dagana 17.-19. maí.
Skráningarfrestur rennur út kl. 23.59 þriðjudaginn 14. maí og er athygli vakin á því að engar undartekningar eru gerðar varðandi skráningar að fresti loknum.
Keppin hefst á föstudaginn í í flokkum 17-18 ára og 19-21 árs en í þeim flokkum eru alls leiknar 54 holur eða þrír 18 holu hringir á þremur keppnisdögum.
Í öðrum flokkum 14 ára og yngri og 15-16 ára eru leiknar 36 holur samtals, 18 holur á laugardag og 18 holur á sunnudag.
Áætlaðir rástímar:
Föstudagur: 13:00 – 15:30
Athugið: Einungis flokkar 17-18 ára og 19-21 árs
Laugardagur: 07:30 – 15:30
Sunnudagur: 07:30 – 15:30
Rástímar verða birtir á golf.is fyrir kl.17:00 á miðvikudeginum fyrir mót.
Þátttökuréttur
Ef fjöldi skráðra keppenda fer yfir hámark í hverjum aldursflokki ræður forgjöf því hverjir fá þátttökurétt, þó þannig að minnst 30% leikmanna af hvoru kyni fá þátttökurétt. Standi val á milli keppenda með jafnháa forgjöf skal hlutkesti ráða. Ef ekki næst hámarksfjöldi í einhvern flokk má mótsstjórn bæta við keppendum úr öðrum aldursflokkum.
Þátttakendur skulu skrá sig í mótið á www.golf.is fyrir kl. 23:59 á þriðjudeginum fyrir mótið. Engar undantekningar á skráningu í mótið verða leyfðar eftir að skráningu lýkur, þó svo laus sæti séu í mótið.
Allar breytingar á skráningu í mótið ber að senda í tölvupósti á motanefnd@golf.is
Athugið að kylfingur verður ekki afskráður úr mótinu eftir að rástímar hafa verið birtir.