Auglýsing

Það er rífandi gangur í undirbúningi vallarstarfsmanna í Vestmannaeyjum fyrir golfsumarið 2018. Klúbburinn fagnar 80 ára afmæli sínu á þessu ári og Íslandsmótið í golfi fer fram í Eyjum í júlí á þessu ári.

Vestmanneyjavöllur kemur vel undan vetri og þær aðgerðir sem ráðist var í s.l. haust hafa skilað árangri. Þetta kemur fram í pistli frá vallarstjóra á fésbókarsíðu GV. Færslun má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Sláttur hófst á flötum fyrir þremur vikum, brautir og teigar voru á verkefnalistanum viku síðar.

Á sumardaginn fyrsta var opnað inn á sumarflatir á brautum 1-12 og í næstu viku verður opnað inn á flatirnar á brautum 13-18. Ástandið á vellinum er eins og best verður á kosið.

 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ