Afrekshópar Golfsambands Íslands komu saman um s.l. helgi þar sem æft var af krafti undir handleiðslu landsliðsþjálfara GSÍ. Dagskráin var viðamikil og stærri en oft áður. Æft var í aðstöðu Keilis í Hraunkoti, hjá GKG og Sporthúsinu en þessir aðilar hafa stutt vel við bakið á afrekshópunum í vetur.
Afrekshópur GSÍ 2016 eru þannig skipaður:
Á golfæfingunum var lagt upp með ýmsar keppnir, maður á mann, ungir gegn eldri og þess háttar keppnum.
Landsliðsþjálfararnir fóru yfir keppnis – og æfingaáætlanir hjá einstökum kylfingum. Allir kylfingar skila inn keppnisáætlun fyrir tímabilið til landsliðsþjálfara og klúbbþjálfara á næstu dögum. Kylfingar í afrekshóp GSÍ gera einnig vikuáætlanir varðandi æfingar en þar er viðmiðið að vera með a.m.k. 20 tíma á viku í æfingar (golf, líkamsrækt, leik – og hugarþjálfun.
Það verður nóg um að vera hjá kylfingum sem eru í afrekshópum GSÍ á næstu vikum. Flestir þeirra fara í æfingabúðir með sínum klúbbum á heitari svæði veraldarinnar þar sem hægt er að æfa á grasi og spila golf.









