Krakkar í golfi. Mynd/seth@golf.is
Auglýsing

Leiðbeinendanám PGA á Íslandi er skemmtilegt helgarnámskeið ætlað öllum þeim sem hafa áhuga á að leiðbeina börnum, unglingum og byrjendum í golfi.

Námið hentar vel fyrir þá sem vilja koma af stað eða styðja við gott barna- og unglingastarf í sínum golfklúbbi, þar sem menntuðum golfkennara nýtur kannski ekki við.

Jafnframt hentar námskeiðið vel fyrir þá einstaklinga sem eru leiðbeinendur á barnanámskeiðum golfklúbba.

Dagskrá námskeiðsins:

Laugardagur 12. maí:

09:00 Mæting og kynning
09:30 Samskipti við börn, unglinga og foreldra
10:30 Kaffihlé
10:45 Öryggi við þjálfun barna og unglinga
11:15 Gerð tímaseðla fyrir æfingar
12:15 Hádegishlé
13:00 SNAG golfbúnaður, notkun og æfingar
14:00 Gerð 60 mínútna tímaseðils fyrir SNAG æfingu 6-8 ára barna auk uppsetningu æfinga
15:10 Kaffihlé
15:30 Framkvæmd 60 mínútna æfingu fyrir 6-8 ára börn með SNAG
16:30 Umræða um æfinguna og efni dagsins
17:00 Dagskrá lokið

Sunnudagur 13. maí:

09:00 Kennslufræði fyrir golf – úr því einfalda í það flókna
09:45 Grunnatriði og tækni golfsveiflunnar
10:30 Kaffihlé
10:45 Grunnatriði og tækni stutta spilsins
12:15 Hádegishlé
13:00 Að leika golf – völlurinn, golfreglur, golfsiðir, forgjöf, keppni o.fl.
14:00 Gerð 60 mínútna tímaseðils fyrir æfingu 9-12 ára barna auk uppsetningu æfinga
15:10 Kaffihlé
15:30 Framkvæmd 60 mínútna æfingu fyrir 9-12 ára börn
16:30 Umræða um æfinguna og efni dagsins auk afhendingar viðurkenningarskjala
17:00 Dagskrá lokið

Skráning og nánari upplýsingar hjá Ólafi Birni Loftssyni, framkvæmdastjóra PGA á Íslandi, á netfangið olafur@pga.is eða í síma 691-2489.

Skráningarfrestur er til 4. maí.

Verð fyrir námskeiðið er
19.900 kr. og greiðist PGA á Íslandi eigi síðar en 4. maí.

Bankaupplýsingar PGA á Íslandi: Kennitala 710303-2820  Reikningsnúmer 0327-26-800800
(vinsamlega setjið nafn þátttakanda í skýringu)

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ