Viltu sýna hvað þú getur og kannt á Hraunkot Open?

Golfklúbburinn Keilir verður með Hraunkot Open sem er til þess að ætlað að fá kylfinga til þess að sýna hæfni sína í pútti og stutta spilinu.

Keppt verður í inniaðstöðu Hraunkots í Hafnarfirði og er keppnin opin fyrir alla kylfinga sem tóku þátt á Áskorendamótaröðinni, Íslandsbankamótaröðinni og Eimskipsmótaröðinni.

Keppt er í sex manna riðlum þar sem allir í riðlinum keppa við alla. Hámarks keppendafjöldi í mótið eru 144 kylfingar. Einn keppandi kemst í 32 manna úrslit ef allir riðlar eru fullmannaðir.

Annars komast stigahæstu kylfingar í 2. sæti úr riðlunum til að fylla í 32 manna úrslit.

Dregið er í riðla, skráningu lýkur 18. janúar kl. 23:59

Skráning fer fram í gegnum netföngin bjorgvin@keilir.is eða kalli@keilir.is

Mótsgjald er 1000 kr. og er boltapeningur innifalinn i verði.

Föstudaginn 19. janúar verða birtir rástímar og riðlar á Keilir.is.

Keppt er í fimm púttstöðvum og fimm vippstöðvum sem fara fram í inniæfingaaðstöðunni í Hraunkoti hjá Golfklúbbnum Keili.

(Visited 505 times, 1 visits today)