Vorfundur dómaranefndar GSÍ fer fram 6. maí hjá GKG í Garðabæ

Þórður Ingason dómari við störf í Eyjum. Mynd/RÓ.
Dómaranefnd GSÍ boðar til vorfundar golfdómara laugardaginn 6. maí kl. 9:00. Fundurinn verður haldinn í íþróttamiðstöð GKG í Garðabæ.
Dagskrá:
  1. Almennir keppnisskilmálar og staðarreglur í GSÍ mótum sumarsins
  2. Reglugerðarbreytingar 2017
  3. Dómaraskýrslur
  4. Niðurröðun dómara í GSÍ mótum
  5. Nýjar golfreglur 2019
  6. Önnur mál
Að fundi loknum býður GSÍ til hádegisverðar í íþróttamiðstöðinni.
Allir starfandi golfdómarar eru hvattir til að mæta.

Til að auðvelda undirbúning eru þeir sem ætla að mæta á staðinn beðnir um að láta vita til domaranefnd@golf.is, jafnvel þótt þeir hafi staðfest þátttöku á Facebook síðu dómaranefndarinnar.

Kveðja,
Dómaranefnd GSÍ
(Visited 193 times, 1 visits today)